Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2020 08:07 Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Viðtalið er tekið við rafhleðslustöð fyrir bíla í Kringlunni í Reykjavík. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta var raunar eitt mikilvægasta hlutverk Keflavíkurflugvallar um fimmtán ára skeið á árunum eftir stríð að þjóna sem eldsneytisstoppistöð þegar flugvélar drifu ekki yfir Atlantahafið án millilendingar. Þær nýttu þá einnig Gander á Nýfundnalandi og Prestvík í Skotlandi. Og enn í dag nýta skammdrægari vélar völlinn með þessum hætti. Eldsneyti dælt á flugvél bandaríska flugfélagsins TWA á Keflavíkurflugvelli í kringum árið 1950. Farþegaflugvélar eftirstríðsáranna urðu að millilenda á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið allt þar til þotuöldin gekk í garð í kringum 1960. Þá mátti stundum sjá heimsfræga Hollywood-leikara í flugstöðinni eins og Humphrey Bogart.Mynd/Úr safni Knúts Höiriis. Þeir hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, velta því nú upp hvort huga þurfi að rafhleðslustöð. „Sumir segja að þetta sé handan við hornið. En ég held að það sé nú svolítill tími í að rafvélar fari að draga frá Íslandi til annarra landa. En við erum að hugsa til margra áratuga. Hérna getum við boðið upp á græna, íslenska, hreina orku og gert flugið umhverfisvænt – eins umhverfisvænt og það getur orðið – dregið úr hljóðvistarvandræðum og svoleiðis. Þannig að þetta er mjög stórt tækifæri,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pipistrel-flugvél við rafhleðslustöð. Hún varð í síðustu viku fyrsta rafmagnsflugvélin til að fá alþjóðlegt lofthæfisskírteini þegar hún hlaut vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Áður hafði hún verið rekin sem tilraunavél.Mynd/Pipistrel USA. Níu sæta vél flaug í fyrsta sinn fyrir rafmagni í síðasta mánuði, áformað er að nítján sæta vél flytji farþega eftir fimm ár og því er spáð að 200 sæta rafmagnsvélar verði komnar eftir áratug. Þeir hjá þróunarfélaginu segjast hugsa þrjátíu ár fram í tímann. „Innan tíu ára er talað um að stærri vélar geti farið að draga kannski þúsund kílómetra. Það nægir okkur ekki. En við erum að hugsa til lengri tíma þannig að þetta er klárlega innan okkar tímaramma.“ En vélar framtíðarinnar gætu líka verið mannlausir drónar. „Mannlausir rafmagns cargo drónar, sem gætu stoppað við í Keflavík og hlaðið á leiðinni frá Evrópu til Ameríku og öfugt. Þetta gæti verið kjörið til þess. Þeir þurfa líka stoppistöð til þess að hlaða á leiðinni,“ segir Pálmi Freyr. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta var raunar eitt mikilvægasta hlutverk Keflavíkurflugvallar um fimmtán ára skeið á árunum eftir stríð að þjóna sem eldsneytisstoppistöð þegar flugvélar drifu ekki yfir Atlantahafið án millilendingar. Þær nýttu þá einnig Gander á Nýfundnalandi og Prestvík í Skotlandi. Og enn í dag nýta skammdrægari vélar völlinn með þessum hætti. Eldsneyti dælt á flugvél bandaríska flugfélagsins TWA á Keflavíkurflugvelli í kringum árið 1950. Farþegaflugvélar eftirstríðsáranna urðu að millilenda á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið allt þar til þotuöldin gekk í garð í kringum 1960. Þá mátti stundum sjá heimsfræga Hollywood-leikara í flugstöðinni eins og Humphrey Bogart.Mynd/Úr safni Knúts Höiriis. Þeir hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, velta því nú upp hvort huga þurfi að rafhleðslustöð. „Sumir segja að þetta sé handan við hornið. En ég held að það sé nú svolítill tími í að rafvélar fari að draga frá Íslandi til annarra landa. En við erum að hugsa til margra áratuga. Hérna getum við boðið upp á græna, íslenska, hreina orku og gert flugið umhverfisvænt – eins umhverfisvænt og það getur orðið – dregið úr hljóðvistarvandræðum og svoleiðis. Þannig að þetta er mjög stórt tækifæri,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pipistrel-flugvél við rafhleðslustöð. Hún varð í síðustu viku fyrsta rafmagnsflugvélin til að fá alþjóðlegt lofthæfisskírteini þegar hún hlaut vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Áður hafði hún verið rekin sem tilraunavél.Mynd/Pipistrel USA. Níu sæta vél flaug í fyrsta sinn fyrir rafmagni í síðasta mánuði, áformað er að nítján sæta vél flytji farþega eftir fimm ár og því er spáð að 200 sæta rafmagnsvélar verði komnar eftir áratug. Þeir hjá þróunarfélaginu segjast hugsa þrjátíu ár fram í tímann. „Innan tíu ára er talað um að stærri vélar geti farið að draga kannski þúsund kílómetra. Það nægir okkur ekki. En við erum að hugsa til lengri tíma þannig að þetta er klárlega innan okkar tímaramma.“ En vélar framtíðarinnar gætu líka verið mannlausir drónar. „Mannlausir rafmagns cargo drónar, sem gætu stoppað við í Keflavík og hlaðið á leiðinni frá Evrópu til Ameríku og öfugt. Þetta gæti verið kjörið til þess. Þeir þurfa líka stoppistöð til þess að hlaða á leiðinni,“ segir Pálmi Freyr. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24
Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33