Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2020 23:24 Friðrik Pálsson er áhugamaður um rafvæðingu flugsins. Stöð 2/Einar Árnason. Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tímamót urðu í þróun rafmagnsflugvéla fyrir tveimur vikum þegar Cessna Grand Caravan, knúin rafmagnshreyfli, hóf sig til flugs í Bandaríkjunum. Nafn hennar gæti verið íslenskt, hún heitir Magni X, og er stærsta rafknúna flugvél heims til þessa, með sæti fyrir níu farþega. Magni X varð stærsta rafmagnsflugvél heims þegar hún flaug í fyrsta sinn fyrir tveimur vikum í Washington-ríki í Bandaríkjunum.Skjáskot/Stöð 2. En það er ekki víst að hún haldi metinu lengi því fyrirtæki eins og Airbus eru á fullu að þróa rafmagnsmótora til að prófa á stærri þotum. Það er þó talið líklegast að nítján sæta vél frá sænska fyrirtækinu Heart Aerospace valdi byltingunni. Framleiðendur hennar stefna að því að hún verði komin með leyfi til farþegaflugs eftir fimm ár, árið 2025. Sænsku rafmagnsflugvélinni ES-19 er ætlað að hefja farþegaflug eftir fimm ár, árið 2025.Mynd/Heart Aerospace. „Það er talað um að jafnvel 200 manna vélar verði farnar að fljúga innan tíu ára. Það eru litlar vélar farnar að fljúga strax í dag. Það eru fyrstu vélarnar byrjaðar að fara í áætlunarflug á styttri leiðum,“ segir Friðrik, sem er áhugamaður um rafvæðingu flugsins. Friðrik kveðst sannfærður um að þetta sé framtíðin. Rafmagnsflugvélar séu hljóðlátar og gríðarlega hagkvæmar, tugum prósenta hagkvæmari heldur en aðrar vélar. Með rafgeymum þurfi þær ekki að bera þungan eldsneytisfarm. E-Fan-X kallast þetta samstarfsverkefni Airbus, Rolls-Royce og Siemens. Þau prófa sig áfram með því að nota einn rafmagnshreyfil á móti þremur hefðbundnum hreyflum á þotu af gerðinni BAe 146.Mynd/Airbus. „Það er algjör rafmagnsbylting framundan. Og ég get talað af eigin reynslu því ég var svo heppinn, sem gamall flugmaður, að fá að fljúga lítilli flugvél úti í Noregi í fyrra. Ég er búinn að keyra rafmagnsbíl í tæp sjö ár. Það er bylting. En byltingin í fluginu, hún verður miklu meiri. Og hún verður svo spennandi að það er full ástæða fyrir fólk að fara að kynna sér þetta fljótt, sér í lagi borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir Friðrik, sem á sínum tíma leiddi undirskriftasöfnun til stuðnings flugvelli í Vatnsmýri. En gætu rafmagnsflugvélar breytt afstöðu borgaryfirvalda til flugvallarins? Ekki segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Það er mjög spennandi þróun sem á sér stað, svo sannarlega. En hún breytir ekki í grundvallaratriðum rúmfræðinni, það er að segja: Við þurfum að stytta vegalengdir hjá fólki í Reykjavík. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni til þess að bæta borgina, til þess að styrkja miðbæinn og til þess að takast á við loftlagsbreytingar. Það breytir því ekki,“ segir Sigurborg. Friðrik bendir á að ef fólki sé annt um umhverfið ætti það að tryggja að rými verði fyrir rafmagnsflug. „Þú verður að horfa á framtíðina. Þú verður að horfa á hvað er að gerast framundan. Og ef við horfum fram á það, sem er ekki efi í mínum huga, að flugið verður umhverfisvænsti ferðamátinn, þá þurfum við að passa upp á það að skapa honum það vægi og það pláss sem hann þarf.“ Sænsku vélinni er ætlað að flytja nítján farþega til áfangastaða í allt að 400 kílómetra fjarlægð. „Þannig að þetta hentar afskaplega vel hér til dæmis innanlands á Íslandi. Þetta er miklu nær í tíma en ég þori eiginlega bara að segja. Ég hugsa að innan bara sjö til átta ára þá verðum við farin að fljúga á rafmagni hér innanlands,“ segir Friðrik. En finnst Sigurborgu líklegt að flugvöllurinn sé að fara á næstu árum? „Já, svo sannarlega,“ er svar hennar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Samgöngur Airbus Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tímamót urðu í þróun rafmagnsflugvéla fyrir tveimur vikum þegar Cessna Grand Caravan, knúin rafmagnshreyfli, hóf sig til flugs í Bandaríkjunum. Nafn hennar gæti verið íslenskt, hún heitir Magni X, og er stærsta rafknúna flugvél heims til þessa, með sæti fyrir níu farþega. Magni X varð stærsta rafmagnsflugvél heims þegar hún flaug í fyrsta sinn fyrir tveimur vikum í Washington-ríki í Bandaríkjunum.Skjáskot/Stöð 2. En það er ekki víst að hún haldi metinu lengi því fyrirtæki eins og Airbus eru á fullu að þróa rafmagnsmótora til að prófa á stærri þotum. Það er þó talið líklegast að nítján sæta vél frá sænska fyrirtækinu Heart Aerospace valdi byltingunni. Framleiðendur hennar stefna að því að hún verði komin með leyfi til farþegaflugs eftir fimm ár, árið 2025. Sænsku rafmagnsflugvélinni ES-19 er ætlað að hefja farþegaflug eftir fimm ár, árið 2025.Mynd/Heart Aerospace. „Það er talað um að jafnvel 200 manna vélar verði farnar að fljúga innan tíu ára. Það eru litlar vélar farnar að fljúga strax í dag. Það eru fyrstu vélarnar byrjaðar að fara í áætlunarflug á styttri leiðum,“ segir Friðrik, sem er áhugamaður um rafvæðingu flugsins. Friðrik kveðst sannfærður um að þetta sé framtíðin. Rafmagnsflugvélar séu hljóðlátar og gríðarlega hagkvæmar, tugum prósenta hagkvæmari heldur en aðrar vélar. Með rafgeymum þurfi þær ekki að bera þungan eldsneytisfarm. E-Fan-X kallast þetta samstarfsverkefni Airbus, Rolls-Royce og Siemens. Þau prófa sig áfram með því að nota einn rafmagnshreyfil á móti þremur hefðbundnum hreyflum á þotu af gerðinni BAe 146.Mynd/Airbus. „Það er algjör rafmagnsbylting framundan. Og ég get talað af eigin reynslu því ég var svo heppinn, sem gamall flugmaður, að fá að fljúga lítilli flugvél úti í Noregi í fyrra. Ég er búinn að keyra rafmagnsbíl í tæp sjö ár. Það er bylting. En byltingin í fluginu, hún verður miklu meiri. Og hún verður svo spennandi að það er full ástæða fyrir fólk að fara að kynna sér þetta fljótt, sér í lagi borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir Friðrik, sem á sínum tíma leiddi undirskriftasöfnun til stuðnings flugvelli í Vatnsmýri. En gætu rafmagnsflugvélar breytt afstöðu borgaryfirvalda til flugvallarins? Ekki segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Það er mjög spennandi þróun sem á sér stað, svo sannarlega. En hún breytir ekki í grundvallaratriðum rúmfræðinni, það er að segja: Við þurfum að stytta vegalengdir hjá fólki í Reykjavík. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni til þess að bæta borgina, til þess að styrkja miðbæinn og til þess að takast á við loftlagsbreytingar. Það breytir því ekki,“ segir Sigurborg. Friðrik bendir á að ef fólki sé annt um umhverfið ætti það að tryggja að rými verði fyrir rafmagnsflug. „Þú verður að horfa á framtíðina. Þú verður að horfa á hvað er að gerast framundan. Og ef við horfum fram á það, sem er ekki efi í mínum huga, að flugið verður umhverfisvænsti ferðamátinn, þá þurfum við að passa upp á það að skapa honum það vægi og það pláss sem hann þarf.“ Sænsku vélinni er ætlað að flytja nítján farþega til áfangastaða í allt að 400 kílómetra fjarlægð. „Þannig að þetta hentar afskaplega vel hér til dæmis innanlands á Íslandi. Þetta er miklu nær í tíma en ég þori eiginlega bara að segja. Ég hugsa að innan bara sjö til átta ára þá verðum við farin að fljúga á rafmagni hér innanlands,“ segir Friðrik. En finnst Sigurborgu líklegt að flugvöllurinn sé að fara á næstu árum? „Já, svo sannarlega,“ er svar hennar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Samgöngur Airbus Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Sjá meira