Íslenski boltinn

Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar

Sindri Sverrisson skrifar
Ragnar Bragi Sveinsson heldur um kinnina eftir að hann tvíkinnbeinsbrotnaði í gær.
Ragnar Bragi Sveinsson heldur um kinnina eftir að hann tvíkinnbeinsbrotnaði í gær. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld.

Ragnar Bragi, sem er fyrirliði Fylkismanna, staðfestir við dv.is að hann hafi tvíkinnbeinsbrotnað við áreksturinn og að hann verði frá keppni næstu 4-8 vikurnar. Hann missir því væntanlega af leikjum við Breiðablik, Gróttu, Fjölni, KA og FH hið minnsta, auk bikarleiks við ÍH.

Leikur Stjörnunnar og Fylkis var eins og aðrir leikir 1. umferðar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér að neðan má sjá atvikið þegar Ragnar Bragi meiddist, en augljós hola myndaðist í kinn hans við áreksturinn eins og sjá má.

Klippa: Ragnar Bragi skall illa saman við Daníel

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×