Innlent

Sótt­varnar­hús opnuð á þremur stöðum vegna opnunar landa­mæra

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Landamæri landsins opna á mánudaginn og sama dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli.
Landamæri landsins opna á mánudaginn og sama dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Þrjár sóttvarnamiðstöðvar á vegum Rauða krossins á Íslandi verða opnaðar hér á landi næsta mánudag. Opnun þeirra er hluti af skrefum sem stjórnvöld taka nú í aðdraganda þess að landamæri landsins verða opnuð ferðamönnum eftir helgi.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn staðfesti þetta í svari við fyrirspurn fréttastofu nú í kvöld. Stöðvarnar þrjár verða opnaðar í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. Þær koma til með að gegna sama hlutverki og farsóttarheimilið við Rauðarárstíg gerir nú, það er að segja taka á móti fólki sem smitast hefur af kórónuveirunni og vantar húsnæði til þess að vera í meðan á einangrun stendur.

Fosshótel við Rauðarárstíg hefur að undanförnu gegnt hlutverki sóttvarnastöðvar.Vísir/Friðrik Þór

Landamæri Íslands opna formlega fyrir ferðamönnum á nýjan leik næsta mánudag. Von er á nokkur hundruð farþegum í sjö flugvélum strax á fyrsta degi þegar nýjar reglur taka gildi og skimun fyrir kórónuveirunni hefst í Keflavík. Flestir farþegar koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí.

Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Ósló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.