Þorsteinn eftir leik: Sköpuðum slatta af færum, vorum ekki að nýta þau Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 16:00 Þorsteinn hefði viljað sjá sitt lið klára leikinn fyrr í dag. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Breiðablik vann í dag FH 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna. Blikar komust snemma yfir en þurftu að bíða þangað til í uppbótartíma til að bæta við fleiri mörkum. Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks var eins og við mátti búast ánægður eftir leikinn. „Ég er sáttur. Við sköpuðum okkur slatta af færum. Við vorum bara ekki að nýta þau. Það var ágætis hreyfing á liðinu og það var jákvætt. Við vorum mikið að fá mikið af færum. Svona er þetta að það getur stundum verið strembið að skora en ég er að ánægður að hafa unnið og þetta snýst alltaf aðallega um það,” sagði Þorsteinn ánægður eftir leikinn. Það var kafli í seinni hálfleik þar sem það mætti halda að það væru einhver álög yfir markinu hjá FH. Blikar óðu í færum en ekkert fór inn fyrr en í uppbótartímanum. „Við sköpuðum okkur töluvert mikið af góðum færum þarna í seinni hálfleik. Við fengum einhver tvö til þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik en síðan held ég að ég geti sagt frá einhverjum sjá ef ekki átta dauðafærum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að nýta eitt af þessum færum fyrr í hálfleiknum.” Á 58. mínútu fékk Alexandra Jóhannsdóttir gullt spjald fyrir leikaraskap eftir flottan sprett upp vinstri vænginn. Það sást að Blikar voru ekki sáttir með þann dóm en einhverjir hefðu eflaust viljað sjá vítaspyrnu dæmda. „Ég sé það ekki almennilega. Ég er alveg 80 metrum frá þessu en ég á mjög erfitt með að sjá að þetta hafi verið dýfa. Þetta er stundum svona en mér fannst þetta skrítinn dómur.” Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði í dag sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Hún kom spræk inn í liðið og ógnaði makrinu hjá FH trekk í trekk. „Sveindís var góð. Hún tætti upp kantinn hægri, vinstri og skapaði færi. Hún var líkleg allan tímann og hún er bara góð viðbót fyrir okkur.” Mikið af færum Blikana kom úr innköstum frá Sveindísi en hún getur kastað vel inn í markteig. Þetta er eitthvað sem Blikar hafa verið að æfa og ætla að nýta sér í sumar. „Hún kastar alveg ótrúlega langt og við höfum æft það. Vonandi förum við að skora úr þeim bara. ” Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ein af mörgum landsliðskonum Blika var ekki í dag. Hún er vanalega fastamaður í byrjunarliðinu en í dag var hún ekki í hóp. „Áslaug er meidd. Hún verður frá í einhvern tíma í viðbót en hún verður allavega ekki með næstu tvær vikurnar.” Næsta fimmtudag fara Blikar á Selfoss til að spila við bikarmeistarana. Sá leikur verður eflaust gríðarlega spennandi en Selfoss eru búnar að bæta við sig hörku leikmönnum í vetur. „Það er hörkuleikur. Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild. Ef við ætlum að fara að nálgast hvern leik fyrir sig allt öðruvísi þá lendum við í vandræðum. Við nálguðumst þennan leik með mikilli virðingu fyrir FH liðinu. Það er ástæðan fyrir að við unnum í dag. Við mættum með rétta stemningu inn í leikinn. Við þurfum klárlega líka að vera klár í alvöru leik á móti Selfossi og vera með rétta hugarfarið þar,” sagði Þorsteinn að lokum. Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika í Kópavogi Breiðablik vann nýliða FH örugglega 3-0 á Kópavogsvelli þó mörkin hafi komið seint. 13. júní 2020 14:55 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira
Breiðablik vann í dag FH 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna. Blikar komust snemma yfir en þurftu að bíða þangað til í uppbótartíma til að bæta við fleiri mörkum. Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks var eins og við mátti búast ánægður eftir leikinn. „Ég er sáttur. Við sköpuðum okkur slatta af færum. Við vorum bara ekki að nýta þau. Það var ágætis hreyfing á liðinu og það var jákvætt. Við vorum mikið að fá mikið af færum. Svona er þetta að það getur stundum verið strembið að skora en ég er að ánægður að hafa unnið og þetta snýst alltaf aðallega um það,” sagði Þorsteinn ánægður eftir leikinn. Það var kafli í seinni hálfleik þar sem það mætti halda að það væru einhver álög yfir markinu hjá FH. Blikar óðu í færum en ekkert fór inn fyrr en í uppbótartímanum. „Við sköpuðum okkur töluvert mikið af góðum færum þarna í seinni hálfleik. Við fengum einhver tvö til þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik en síðan held ég að ég geti sagt frá einhverjum sjá ef ekki átta dauðafærum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að nýta eitt af þessum færum fyrr í hálfleiknum.” Á 58. mínútu fékk Alexandra Jóhannsdóttir gullt spjald fyrir leikaraskap eftir flottan sprett upp vinstri vænginn. Það sást að Blikar voru ekki sáttir með þann dóm en einhverjir hefðu eflaust viljað sjá vítaspyrnu dæmda. „Ég sé það ekki almennilega. Ég er alveg 80 metrum frá þessu en ég á mjög erfitt með að sjá að þetta hafi verið dýfa. Þetta er stundum svona en mér fannst þetta skrítinn dómur.” Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði í dag sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Hún kom spræk inn í liðið og ógnaði makrinu hjá FH trekk í trekk. „Sveindís var góð. Hún tætti upp kantinn hægri, vinstri og skapaði færi. Hún var líkleg allan tímann og hún er bara góð viðbót fyrir okkur.” Mikið af færum Blikana kom úr innköstum frá Sveindísi en hún getur kastað vel inn í markteig. Þetta er eitthvað sem Blikar hafa verið að æfa og ætla að nýta sér í sumar. „Hún kastar alveg ótrúlega langt og við höfum æft það. Vonandi förum við að skora úr þeim bara. ” Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ein af mörgum landsliðskonum Blika var ekki í dag. Hún er vanalega fastamaður í byrjunarliðinu en í dag var hún ekki í hóp. „Áslaug er meidd. Hún verður frá í einhvern tíma í viðbót en hún verður allavega ekki með næstu tvær vikurnar.” Næsta fimmtudag fara Blikar á Selfoss til að spila við bikarmeistarana. Sá leikur verður eflaust gríðarlega spennandi en Selfoss eru búnar að bæta við sig hörku leikmönnum í vetur. „Það er hörkuleikur. Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild. Ef við ætlum að fara að nálgast hvern leik fyrir sig allt öðruvísi þá lendum við í vandræðum. Við nálguðumst þennan leik með mikilli virðingu fyrir FH liðinu. Það er ástæðan fyrir að við unnum í dag. Við mættum með rétta stemningu inn í leikinn. Við þurfum klárlega líka að vera klár í alvöru leik á móti Selfossi og vera með rétta hugarfarið þar,” sagði Þorsteinn að lokum.
Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika í Kópavogi Breiðablik vann nýliða FH örugglega 3-0 á Kópavogsvelli þó mörkin hafi komið seint. 13. júní 2020 14:55 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika í Kópavogi Breiðablik vann nýliða FH örugglega 3-0 á Kópavogsvelli þó mörkin hafi komið seint. 13. júní 2020 14:55
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn