Frestar stuðningsmannafundi eftir harða gagnrýni á dagavalið Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 11:19 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta stuðningsmannafundi sem átti að fara fram í Tulsa í Oklahoma eftir tæplega eina viku, eða þann 19. júní, til þess að fundurinn fari ekki fram á degi sem fagnar endalokum þrælahalds í Bandaríkjunum. Stuðningsmannafundurinn verður sá fyrsti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fundurinn verður því degi seinna en í upphafi átti hann að fara fram næstkomandi laugardag. Dagavalið vakti hörð viðbrögð, enda er dagurinn haldinn hátíðlegur af svörtu fólki víða um Bandaríkin til þess að fagna því að þrælahaldi lauk vestanhafs. Dagurinn er einnig þekktur sem Juneteenth. Þann dag árið 1865 tilkynnti Gordon Granger að allir þrælar í Texas skyldu verða frjálsir, tveimur og hálfum árum eftir að Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti tilkynnti afnám þrælahalds í landinu. We had previously scheduled our #MAGA Rally in Tulsa, Oklahoma, for June 19th – a big deal. Unfortunately, however, this would fall on the Juneteenth Holiday. Many of my African American friends and supporters have reached out to suggest that we consider changing the date out...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2020 Í upphafi ætlaði Trump að standa við dagsetninguna og sagði Bandaríkjamenn geta hugsað um stuðningsmannafundinn sem „fögnuð“ og að enginn forseti hefði haldið sambærilega stuðningsmannafundi í sögu stjórnmála. Í samtali við Fox News sagði hann fundi sína vera sögulega í þeim skilningi. Sakaður um að „halda partý“ fyrir hvíta þjóðernissinna Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður Demókrata og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, gagnrýndi dagsetninguna harðlega og sagði Trump vera að bjóða hvíta þjóðernissinna velkomna í Repúblikanaflokkinn. „Hann er ekki bara að nikka til hvítra þjóðernissinna – hann er að halda partý fyrir þá,“ sagði Harris. Trump segist nú hafa tekið gagnrýnina til greina eftir að margir svartir vinir hans bentu honum á að íhuga að breyta dagsetningunni. Þannig sýni hann deginum virðingu og því sem hann standi fyrir. „Ég hef þar með ákveðið að færa fundinn til laugardagsins 20. júní til þess að virða óskir þeirra,“ sagði forsetinn. Líkt og áður sagði verður stuðningsmannafundurinn sá fyrsti frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst, en síðasti fundur forsetans fór fram þann 2. mars. Síðan þá hefur verið lagt bann við fjöldasamkomum sem setti strik í reikninginn. Fundurinn er hluti af kosningabaráttu forsetans sem sækist eftir endurkjöri í nóvember næstkomandi. Þá munu Bandaríkjamenn velja á milli hans og Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, en skoðanakannanir hafa sýnt fram á að fylgi sitjandi forseta fari minnkandi og að Biden sé nú með forskot. Á meðal þess sem hefur haft töluverð áhrif á fylgi forsetans eru viðbrögð hans við mótmælum um öll Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi og mismunun í garð svartra er mótmælt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta stuðningsmannafundi sem átti að fara fram í Tulsa í Oklahoma eftir tæplega eina viku, eða þann 19. júní, til þess að fundurinn fari ekki fram á degi sem fagnar endalokum þrælahalds í Bandaríkjunum. Stuðningsmannafundurinn verður sá fyrsti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fundurinn verður því degi seinna en í upphafi átti hann að fara fram næstkomandi laugardag. Dagavalið vakti hörð viðbrögð, enda er dagurinn haldinn hátíðlegur af svörtu fólki víða um Bandaríkin til þess að fagna því að þrælahaldi lauk vestanhafs. Dagurinn er einnig þekktur sem Juneteenth. Þann dag árið 1865 tilkynnti Gordon Granger að allir þrælar í Texas skyldu verða frjálsir, tveimur og hálfum árum eftir að Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti tilkynnti afnám þrælahalds í landinu. We had previously scheduled our #MAGA Rally in Tulsa, Oklahoma, for June 19th – a big deal. Unfortunately, however, this would fall on the Juneteenth Holiday. Many of my African American friends and supporters have reached out to suggest that we consider changing the date out...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2020 Í upphafi ætlaði Trump að standa við dagsetninguna og sagði Bandaríkjamenn geta hugsað um stuðningsmannafundinn sem „fögnuð“ og að enginn forseti hefði haldið sambærilega stuðningsmannafundi í sögu stjórnmála. Í samtali við Fox News sagði hann fundi sína vera sögulega í þeim skilningi. Sakaður um að „halda partý“ fyrir hvíta þjóðernissinna Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður Demókrata og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, gagnrýndi dagsetninguna harðlega og sagði Trump vera að bjóða hvíta þjóðernissinna velkomna í Repúblikanaflokkinn. „Hann er ekki bara að nikka til hvítra þjóðernissinna – hann er að halda partý fyrir þá,“ sagði Harris. Trump segist nú hafa tekið gagnrýnina til greina eftir að margir svartir vinir hans bentu honum á að íhuga að breyta dagsetningunni. Þannig sýni hann deginum virðingu og því sem hann standi fyrir. „Ég hef þar með ákveðið að færa fundinn til laugardagsins 20. júní til þess að virða óskir þeirra,“ sagði forsetinn. Líkt og áður sagði verður stuðningsmannafundurinn sá fyrsti frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst, en síðasti fundur forsetans fór fram þann 2. mars. Síðan þá hefur verið lagt bann við fjöldasamkomum sem setti strik í reikninginn. Fundurinn er hluti af kosningabaráttu forsetans sem sækist eftir endurkjöri í nóvember næstkomandi. Þá munu Bandaríkjamenn velja á milli hans og Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, en skoðanakannanir hafa sýnt fram á að fylgi sitjandi forseta fari minnkandi og að Biden sé nú með forskot. Á meðal þess sem hefur haft töluverð áhrif á fylgi forsetans eru viðbrögð hans við mótmælum um öll Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi og mismunun í garð svartra er mótmælt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57
Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05
Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent