Erlent

Kórónuveiran víða enn í sókn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mikil fátækt er víða í Argentínu og bitnar veiran sérstaklega illa á viðkvæmustu hópunum.
Mikil fátækt er víða í Argentínu og bitnar veiran sérstaklega illa á viðkvæmustu hópunum. AP/Natacha Pisarenko

Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist.

Staðan er enn afar slæm víða í Suður-Ameríku og mikil fátækt víða í álfunni virðist gera illt verra. Staðan er enn að versna, jafnvel þótt ríki á við Brasilíu séu nú að draga úr takmörkunum.

Þessar myndir eru teknar í fátækrahverfi í argentínsku höfuðborginni Buenos Aires, en kórónuveirufaraldurinn hefur haft miklar, neikvæðar afleiðingar á hagkerfi landsins.

Natividad Benítez, 32 ára matreiðslukona, segir stöðuna afskaplega erfiða. „Það sem ég veit er að í dag á ég mat en engan pening. Juan, presturinn hérna, borgar mér en þegar ég er búinn að borga leiguna á ég eftir. Hvað gæti ég gert ef barnið mitt verður veikt?“ sagði Benítez við AP.

Nokkru norðar, nánar tiltekið í Bandaríkjunum, er nú fjöldi ríkja að draga úr aðgerðum. Samkvæmt greiningu AP hefur faraldurinn þó ekki enn náð hátindi sínum í um helmingi ríkja.

„Ég held við þurfum að hafa áhyggjur af til dæmis Arizona og Texas sem og Flórída og Suður-Kaliforníu,“ sagði William Hanage smitsjúkdómafræðingur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×