Íslenski boltinn

„Mér finnst standa á enninu á honum: Ég er ekki í standi og það fer í taugarnar á mér“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Vísir/Daníel

Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að það standi á enninu á Kára Árnasyni, leikmanni Víkings, að hann sé ekki í formi en Kári hefur verið nokkuð pirraður í leikjum Víkinga að undanförnu.

Kári var rekinn út af í fyrri hálfleik í æfingaleik gegn Stjörnunni fyrr í mánuðinum og hefði svo mögulega getað fengið rautt spjald í Meistarakeppni KSÍ eftir samstuð við Stefán Árna Geirsson.

Skap Kára og form hans var til umræðu í upphitunarþætti Pepsi Max-markanna á miðvikudagskvöldið.

„Kári var vanstilltur í leik á móti Stjörnunni þarna helgina áður þannig að hann virðist vera í smá brasi í aðdraganda mótsins. Mér finnst í rauninni standa á enninu á honum: Ég er ekki í stnadi og það fer í taugarnar á mér,“ sagði Atli Viðar.

„Hann er að ströggla og við vitum að það er skap í honum og það verður að vera til. Hann spilaði inni á miðjunni í leiknum gegn Stjörnunni og hann var í miklu brasi þennan hálftíma sem hann entist inn á,“ sagði Atli Viðar.

Allt innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Kári Árnason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×