Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 17:40 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Rannsókn málsins teygir anga sína víða. Samsett/EPA Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. Tom er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Sönnunargögn sem komið hafa fram frá handtökunni eru talin renna stoðum undir það að Anne-Elisabeth hafi verið myrt en þó er enn talinn möguleiki að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Megintilgátan nú er þó að hún hafi verið myrt segir Haris Hrenovica, saksóknari í samtali við norska ríkisútvarpið. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi í Noregi og hefur ekkert til hennar spurst síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn til að vitja konu sinnar. Lögreglan telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Meintir mannræningjar, sem eiga að hafa skilið eftir téð bréf, krefjast milljónir króna lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar og sendi þeim síðast, að því er við vitum, skilaboð í lok maí þar sem hann kvaðst reiðubúinn að greiða lausnargjaldið. Þrátt fyrir að Tom Hagen hafi verið sleppt úr gæsluvarðhaldi heldur lögreglurannsóknin í Sloraveien áfram og fékk lögreglan sérstakt leyfi frá dómara til þess þar sem talið er að heimili þjónanna geymi sönnunargögn sem þjóni lykilhlutverki í málinu. Þá hefur lögreglan fengið leyfi til að framkvæma svokallaða „þriðjaaðilaleit“ (no. tredjemannsransakelser) á heimilinu. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. 2. júní 2020 21:47 Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. Tom er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Sönnunargögn sem komið hafa fram frá handtökunni eru talin renna stoðum undir það að Anne-Elisabeth hafi verið myrt en þó er enn talinn möguleiki að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Megintilgátan nú er þó að hún hafi verið myrt segir Haris Hrenovica, saksóknari í samtali við norska ríkisútvarpið. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi í Noregi og hefur ekkert til hennar spurst síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn til að vitja konu sinnar. Lögreglan telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Meintir mannræningjar, sem eiga að hafa skilið eftir téð bréf, krefjast milljónir króna lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar og sendi þeim síðast, að því er við vitum, skilaboð í lok maí þar sem hann kvaðst reiðubúinn að greiða lausnargjaldið. Þrátt fyrir að Tom Hagen hafi verið sleppt úr gæsluvarðhaldi heldur lögreglurannsóknin í Sloraveien áfram og fékk lögreglan sérstakt leyfi frá dómara til þess þar sem talið er að heimili þjónanna geymi sönnunargögn sem þjóni lykilhlutverki í málinu. Þá hefur lögreglan fengið leyfi til að framkvæma svokallaða „þriðjaaðilaleit“ (no. tredjemannsransakelser) á heimilinu.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. 2. júní 2020 21:47 Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30
Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. 2. júní 2020 21:47
Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29