Erlent

Fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra verður næsti fjár­mála­ráð­herra

Atli Ísleifsson skrifar
Hin 64 ára Matti Vanhanen gegndi embætti forsætisráðherra Finnlands á árunum 2003 til 2010.
Hin 64 ára Matti Vanhanen gegndi embætti forsætisráðherra Finnlands á árunum 2003 til 2010. EPA

Matti Vanhanen, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands og núverandi forseti þingsins, verður næsti fjármálaráðherra landsins eftir afsögn Katri Kulmuni fyrir helgi. YLE segir frá þessu

Miðstjórn Miðflokksins, þingflokkurinn og Evrópuþingmenn komu saman til fundar í morgun þar sem ákveðið var að tilnefna nýjan fjármálaráðherra.

Kulmuni tilkynnti um afsögn sína síðastliðinn föstudag í kjölfar fjölmiðlaumræðu í tengslum við greiðslu ráðuneytis hennar á háum reikningum til ráðgjafastofu sem veitti ráðherranum þjálfun í framkomu og ræðuflutningi. Reikningar ráðgjafafyrirtækisins Tekirs námu samtals 48 þúsund evrum, sem samsvarar rúmum sjö milljónum króna.

Kulmuni sagðist þó ætla að halda áfram að gegna embætti formanns flokksins og að flokkurinn muni áfram eiga aðild að ríkisstjórninni.

Hin 64 ára Vanhanen gegndi embætti forsætisráðherra Finnlands á árunum 2003 til 2010. Ekki liggur fyrir hver mun taka við af Vanhanen sem næsti forseti þingsins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×