Erlent

Finnski fjár­mála­ráð­herrann segir af sér vegna hárrar þóknunar til fram­komu­ráð­gjafa

Atli Ísleifsson skrifar
Hin 32 ára Katri Kulmuni tók við embætti fjármálaráðherra í september síðastliðinn. Hún hefur átt sæti á þingi frá árinu 2015.
Hin 32 ára Katri Kulmuni tók við embætti fjármálaráðherra í september síðastliðinn. Hún hefur átt sæti á þingi frá árinu 2015. Getty

Katri Kulmuni hefur sagt af sér sem fjármálaráðherra Finnlands. Hún ákveður að hætta í kjölfar fjölmiðlaumræðu í tengslum við greiðslu ráðuneytis hennar á háum reikningum til ráðgjafastofu sem veitti ráðherranum þjálfun í framkomu og ræðuflutningi.

Ráðherrann boðaði óvænt til blaðamannafundar í dag þar sem hann tilkynnti um afsögnina. Fundurinn var stuttur og var fréttamönnum ekki gefinn kostur á að spyrja spurninga.

Kulmuni sagðist þó ætla að halda áfram að gegna embætti formanns Miðflokksins og að flokkurinn muni áfram eiga aðild að ríkisstjórninni. Flokkurinn muni á næstu dögum velja nýjan fjármálaráðherra.

Kulmuni útskýrði á fréttamannafundinum að hún hafi sem ráðherra óskað eftir þjálfun í að verða betri ræðumaður. Því hafi hún beðið ráðuneytið að kanna hvort hún gæti fengið þjálfun í að koma fram opinberlega. Hún hafi þó ekki verið meðvituð um að slíkt myndi hafa lagaleg vandkvæði í för með sér.

Ráðherrann sagði að háir reikningar ráðgjafafyrirtækisins hafi komið sjálfri sér á óvart, en að hún sé reiðubúin að axla ábyrgð og hafi því ákveðið að segja af sér.

Reikningur ráðgjafafyrirtækisins Tekirs nam 48 þúsund evrum, sem samsvarar rúmum sjö milljónum króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.