Innlent

Segir álftamergð sem aldrei fyrr á leið til að bíta grösin á hálendinu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Fomaður Bændasamtakanna segist aldrei hafa séð eins mikla álftamergð á túnum Suðurlands eins og í vor.
Fomaður Bændasamtakanna segist aldrei hafa séð eins mikla álftamergð á túnum Suðurlands eins og í vor. Stöð 2/Magnús Hlynur.

Formaður Bændasamtakanna segist aldrei hafa séð eins margar álftir á túnum Suðurlands, eins og núna í vor. Hann spyr hvernig fari með gróður á hálendinu þegar fuglamergðin haldi þangað til beitar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Sauðfjárbændur sitja undir ámæli fyrir að beita viðkvæma afrétti á gosbelti landsins. En það er ekki bara búfé sem bítur grös á hálendi Íslands á sumrin, það gerir einnig fiðurfé; stórir fuglar eins og gæsir og álftir.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem sjálfur býr í Grímsnesi, segir gríðarlega álftamergð hafa verið á öllu Suðurlandi núna í vor.

„Þar eru bara öll tún, sem eitthvað eru byrjuð að grænka, þau eru þakin af álftum. Og þetta virðist vera geldfugl í stórum stíl,“ segir Gunnar.

Bændur eru almennt ekki hrifnir af því að hafa álftir á beit á túnum.Stöð 2/Magnús Hlynur.

Álftirnar bíta það mikið gras á túnum bænda að þeir líta á þær sem ófögnuð og vilja helst fækka þeim.

„Og ég segi bara; þessir fuglar fara væntanlega inn á hálendið, núna þegar grösin vaxa hraðar og verða hærri.

Álftin spyr ekkert um það hvort það er einhver beitarstýring eða eitthvað þessháttar hlutir í gangi. Þær fara bara þangað sem grösin eru sæmileg.

Og þetta er ekkert smávegis af fugli. Ég hef bara aldrei á ævinni séð jafnmikið af fugli,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Sjá einnig:


Tengdar fréttir

Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi

Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala.

Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni

Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×