Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2020 22:50 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, framan við Bændahöllina við Hagatorg í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Árni Bragason landgræðslustjóri snerti innstu kviku íslenskrar sveitamenningar þegar hann sagðist í fréttum Stöðvar 2 vilja banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna , segir bændur þó til viðræðu um að skoða hvort banna ætti lausagöngu á einstaka svæðum. „En ég held að við bönnum ekki lausagöngu búfjár á Íslandi bara með einu pennastriki. Því það eru ansi mörg landsvæði sem eru bara háð því að nýta beit sem er bara á vel grónu landi sem er ógirt. Þannig að ég held að við förum ekki að búa til hólf út um allt land,“ segir Gunnar. Hann spyr hvort landgræðslustjóri vilji kasta fyrir róða samstarfsverkefni sem hafið er með bændum um uppgræðslu afrétta og kallast Grólind. „Hver er meiningin með þessari yfirlýsingu? Ég bara átta mig ekki alveg á þessu. Því að þeir hafa, - Landgræðslan hefur ekkert rætt þetta við okkur um hvort við eigum að vinna að þessu í einhverri sátt og samlyndi.“ -Finnst ykkur þetta þá dálítið brött yfirlýsing? „Já, mér finnst þetta nú frekar óheppilegt.“ Landgræðslustjóri sagði ríkið, þar á meðal Vegagerðina, verja hálfum milljarði króna á ári í girðingar. Gunnar bendir hins vegar á að stór hluti vega liggi í gegnum einkalönd bænda. „Ég vona að við endum ekki með allar vegaframkvæmdir á Íslandi á grundvelli Teigsskógs – að það taki tólf ár að finna út úr því hvar vegir megi liggja. Því að ef þetta verður tekið af, að vera ekki með veggirðingar, þá er algerlega ljóst í mínum huga að það verður ekki heimilað að fara í gegnum bújarðir í framtíðinni ef menn ætla ekki að girða vegina af,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Árni Bragason landgræðslustjóri snerti innstu kviku íslenskrar sveitamenningar þegar hann sagðist í fréttum Stöðvar 2 vilja banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna , segir bændur þó til viðræðu um að skoða hvort banna ætti lausagöngu á einstaka svæðum. „En ég held að við bönnum ekki lausagöngu búfjár á Íslandi bara með einu pennastriki. Því það eru ansi mörg landsvæði sem eru bara háð því að nýta beit sem er bara á vel grónu landi sem er ógirt. Þannig að ég held að við förum ekki að búa til hólf út um allt land,“ segir Gunnar. Hann spyr hvort landgræðslustjóri vilji kasta fyrir róða samstarfsverkefni sem hafið er með bændum um uppgræðslu afrétta og kallast Grólind. „Hver er meiningin með þessari yfirlýsingu? Ég bara átta mig ekki alveg á þessu. Því að þeir hafa, - Landgræðslan hefur ekkert rætt þetta við okkur um hvort við eigum að vinna að þessu í einhverri sátt og samlyndi.“ -Finnst ykkur þetta þá dálítið brött yfirlýsing? „Já, mér finnst þetta nú frekar óheppilegt.“ Landgræðslustjóri sagði ríkið, þar á meðal Vegagerðina, verja hálfum milljarði króna á ári í girðingar. Gunnar bendir hins vegar á að stór hluti vega liggi í gegnum einkalönd bænda. „Ég vona að við endum ekki með allar vegaframkvæmdir á Íslandi á grundvelli Teigsskógs – að það taki tólf ár að finna út úr því hvar vegir megi liggja. Því að ef þetta verður tekið af, að vera ekki með veggirðingar, þá er algerlega ljóst í mínum huga að það verður ekki heimilað að fara í gegnum bújarðir í framtíðinni ef menn ætla ekki að girða vegina af,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22