Íslenski boltinn

Ár­borg á­fram eftir víta­spyrnu­keppni og Reynir skoraði níu mörk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haraldur Freyr Guðmundsson er þjálfari Reynis Sandgerðis.
Haraldur Freyr Guðmundsson er þjálfari Reynis Sandgerðis. mynd/víðir

GG, Stokkseyri, Árborg og Reynir Sandgerði eru komin áfram í 2. umferð Mjólkurbikarsins en einungis einn leikur er þá eftir í 1. umferðinni. Hann fer fram annað kvöld er ÍH og Berserkir mætast.

GG vann 2-0 sigur á KFR og Stokkseyri vann 3-1 sigur á Afríku. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu í leik Árborgar og Augnabliks og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Árborg betur, 8-7.

Síðasta lið dagsins til þess að tryggja sér sæti í 2. umferð bikarsins var svo Reynir Sandgerði sem er með reynsluboltann Harald Frey Guðmundsson í brúnni. Reynir vann 9-1 sigur á Létti í Breiðholtinu í kvöld en Léttir minnkaði muninn í 7-1.

Úrslit eru fengin frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×