Vara við smithættu eftir fjölmenn samstöðmótmæli á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 10:19 Þúsundir komu saman undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“ í miðborg London og fleiri breskum borgum í gær. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. Mótmæli fóru fram í nokkrum borgum Bretlands í gær, þar á meðal í London, Manchester, Cardiff, Leicester og Sheffield. Til þeirra var boðað í samstöðu með mótmælaöldu sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna daga eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Þau hafa beinst að lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælin hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Flestir mótmælendanna voru með grímur og margir með hanska til þess að gæta að smitvörnum vegna kórónuveirunnar. Kyrjuðu þeir slagorð eins og „svört líf skipta máli“ og „ekkert réttlæti, enginn friður“. Undir kvöld kom hins vegar til átaka á milli lögreglu og mótmælenda við stjórnarráðið í Downing-stræti. Fréttaritari BBC segir að þegar mótmælin voru að mestu um garð gengin hafi smáhlutum og flugeldum verið kastað að lögreglumönnum. Lögreglukona slasaðist þegar hestur hennar tók á rás og hún af baki þegar hún rak höfuðið í umferðarskilti. Hún er ekki sögð lífshættulega slösuð. Ung svört kona í London með grímu sem á er letrað „Ég næ ekki andanum“. Það voru ein hinstu orð George Floyd áður en hann lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Dauði hans hefur orðið tilefni að miklum mótmælum vestanhafs og víðar um heim.Vísir/EPA Cressida Dick, lögreglustjóri í London, segi að fjórtán lögreglumenn hafi særst í átökum í tengslum við mótmælin í miðborg London. Sadiq Khan, borgarstjóri, lýsti samstöðu sinni með mótmælendum en harmaði að minnihluti þeirra hafi beitt lögreglumenn ofbeldi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, varaði við því að mótmælunum fylgdi aukin smithætta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég styð eindregið rök sem þeir sem mótmæla setja fram en veiran sjálf fer ekki í manngreiningarálit og samkomur stórra hópa eru tímabundið bannaðar einmitt vegna þess að þær auka hættuna á útbreiðslu þessarar veiru,“ sagði Hancock í sjónvarpsviðtali. Dauði George Floyd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. Mótmæli fóru fram í nokkrum borgum Bretlands í gær, þar á meðal í London, Manchester, Cardiff, Leicester og Sheffield. Til þeirra var boðað í samstöðu með mótmælaöldu sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna daga eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Þau hafa beinst að lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælin hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Flestir mótmælendanna voru með grímur og margir með hanska til þess að gæta að smitvörnum vegna kórónuveirunnar. Kyrjuðu þeir slagorð eins og „svört líf skipta máli“ og „ekkert réttlæti, enginn friður“. Undir kvöld kom hins vegar til átaka á milli lögreglu og mótmælenda við stjórnarráðið í Downing-stræti. Fréttaritari BBC segir að þegar mótmælin voru að mestu um garð gengin hafi smáhlutum og flugeldum verið kastað að lögreglumönnum. Lögreglukona slasaðist þegar hestur hennar tók á rás og hún af baki þegar hún rak höfuðið í umferðarskilti. Hún er ekki sögð lífshættulega slösuð. Ung svört kona í London með grímu sem á er letrað „Ég næ ekki andanum“. Það voru ein hinstu orð George Floyd áður en hann lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Dauði hans hefur orðið tilefni að miklum mótmælum vestanhafs og víðar um heim.Vísir/EPA Cressida Dick, lögreglustjóri í London, segi að fjórtán lögreglumenn hafi særst í átökum í tengslum við mótmælin í miðborg London. Sadiq Khan, borgarstjóri, lýsti samstöðu sinni með mótmælendum en harmaði að minnihluti þeirra hafi beitt lögreglumenn ofbeldi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, varaði við því að mótmælunum fylgdi aukin smithætta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég styð eindregið rök sem þeir sem mótmæla setja fram en veiran sjálf fer ekki í manngreiningarálit og samkomur stórra hópa eru tímabundið bannaðar einmitt vegna þess að þær auka hættuna á útbreiðslu þessarar veiru,“ sagði Hancock í sjónvarpsviðtali.
Dauði George Floyd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira