Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 23:30 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Samsett/EPA Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. Lögregla telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth, sem Tom Hagen sjálfur er grunaður um að hafa framið. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn að vitja konu sinnar. Frelsi fram yfir peninga VG birtir í dag umrætt bréf í heild sinni í fyrsta sinn, í hverju meintir mannræningjar Anne-Elisabeth útlista kröfur sínar. Viðkvæmar upplýsingar á borð við nöfn, netföng og lykilorð hafa verið máðar út en annars er bréfið sagt í upprunalegri mynd. Það hefst á eftirfarandi orðum, öll rituð í hástöfum: „VIÐ ERUM MEÐ KONU ÞÍNA ANNE-ELISABETH. EF ÞÚ VILT SJÁ HANA AFTUR. SKALT ÞÚ LESA OG FARA ALGJÖRLEGA EFTIR LEIÐBEININGUNUM.“ Þá kveðst bréfritari hafa fylgst með Anne-Elisabeth og nokkrum skyldmennum hennar um langt skeið. „EF ÞÚ BLANDAR LÖGREGLU OG FJÖLMIÐLUM Í MÁLIÐ SETUR ÞÚ ÞRÝSTING Á OKKUR. SÉUM VIÐ BEITTIR OF MIKLUM ÞRÝSTINGI KJÓSUM VIÐ FRELSI FRAM YFIR PENINGA. VIÐ TÖKUM MINNI ÁHÆTTU MEÐ ÞVÍ AÐ DREPA OG LOSA OKKUR VIÐ LÍK ANNE ELISABETH OG HVERFA.“ Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á níu milljónir evra í hinni órekjanlegu rafmynt Monero líkt og áður hefur verið fjallað um, er lögð fram í bréfinu. Þá lætur bréfritari fylgja ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig fjárfesta eigi í umræddri rafmynt. Hér má nálgast bréfið í heild á vef VG. Það var þetta bréf, sem nú hefur verið gert opinbert í fyrsta sinn, sem varð til þess að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth var haldið leyndri í tíu vikur. Lögregla vildi stíga eins varlega til jarðar og unnt var, þar sem Anne-Elisabeth var talin í mikilli hættu. Á þessum tímapunkti gekk lögregla enda út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og mannræningjarnir hefðu skilið bréfið eftir á vettvangi. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann hefur verið frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. Tom Hagen neitar alfarið sök og segist ekkert hafa með hvarf konu sinnar að gera. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. Lögregla telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth, sem Tom Hagen sjálfur er grunaður um að hafa framið. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn að vitja konu sinnar. Frelsi fram yfir peninga VG birtir í dag umrætt bréf í heild sinni í fyrsta sinn, í hverju meintir mannræningjar Anne-Elisabeth útlista kröfur sínar. Viðkvæmar upplýsingar á borð við nöfn, netföng og lykilorð hafa verið máðar út en annars er bréfið sagt í upprunalegri mynd. Það hefst á eftirfarandi orðum, öll rituð í hástöfum: „VIÐ ERUM MEÐ KONU ÞÍNA ANNE-ELISABETH. EF ÞÚ VILT SJÁ HANA AFTUR. SKALT ÞÚ LESA OG FARA ALGJÖRLEGA EFTIR LEIÐBEININGUNUM.“ Þá kveðst bréfritari hafa fylgst með Anne-Elisabeth og nokkrum skyldmennum hennar um langt skeið. „EF ÞÚ BLANDAR LÖGREGLU OG FJÖLMIÐLUM Í MÁLIÐ SETUR ÞÚ ÞRÝSTING Á OKKUR. SÉUM VIÐ BEITTIR OF MIKLUM ÞRÝSTINGI KJÓSUM VIÐ FRELSI FRAM YFIR PENINGA. VIÐ TÖKUM MINNI ÁHÆTTU MEÐ ÞVÍ AÐ DREPA OG LOSA OKKUR VIÐ LÍK ANNE ELISABETH OG HVERFA.“ Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á níu milljónir evra í hinni órekjanlegu rafmynt Monero líkt og áður hefur verið fjallað um, er lögð fram í bréfinu. Þá lætur bréfritari fylgja ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig fjárfesta eigi í umræddri rafmynt. Hér má nálgast bréfið í heild á vef VG. Það var þetta bréf, sem nú hefur verið gert opinbert í fyrsta sinn, sem varð til þess að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth var haldið leyndri í tíu vikur. Lögregla vildi stíga eins varlega til jarðar og unnt var, þar sem Anne-Elisabeth var talin í mikilli hættu. Á þessum tímapunkti gekk lögregla enda út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og mannræningjarnir hefðu skilið bréfið eftir á vettvangi. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann hefur verið frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. Tom Hagen neitar alfarið sök og segist ekkert hafa með hvarf konu sinnar að gera.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira