Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 22:35 Joe Exotic og Carole Baskin áttu í áralöngum deilum. Exotic afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að láta ráða Baskin af dögum. Netflix Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. Hann segir um að ræða „launráð“ sem verði að stöðva. Dómari úrskurðaði í byrjun vikunnar að Baskin skyldi eignast dýragarðinn auk eigna tengdum honum. Þau Joe Exotic og Baskin urðu heimsfræg á einni nóttu eftir að heimildaþáttaröðin Tiger King, sem fjallar um ævi, störf og ástir tígrisdýrahirða í Bandaríkjunum, var frumsýnd á Netflix fyrr á árinu. Exotic afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum. Hann segir í yfirlýsingu sem birt var fyrir hans hönd í fyrradag að úrskurður dómarans sé „enn eitt tilfinningalega höggið“ sem ríður yfir hann, mann sem „þegar er í viðkvæmu ástandi“. Exotic hafi verið í einangrun í fangelsi síðastliðna þrjá mánuði og geti þannig ekki haldið uppi málsvörn. "The ruling is yet another emotional blow to an already fragile Joe, who has spent the past 3 straight months in solitary confinement."Joe has issued his official response to a Carole Baskin taking the zoo. He is suffering, help us end it. #helpfreejoe https://t.co/7K6CHyBaEP— Joe Exotic (@joe_exotic) June 4, 2020 „Við erum meðvituð um nú sé tímabært að biðja fyrir réttlæti fyrir fjölskyldu George Floyd, sem og að bundinn verði endi á kerfisbundna kynþáttafordóma, en á sama tíma verðum við að svara fyrir launráð Carol Baskin áður en þau ná óhindruð fram að ganga,“ segir í yfirlýsingunni. „Þó að þessar fréttir séu þungbærar ætlum við ekki að sætta okkur við ósigur. Á sama tíma og þessi skilaboð eru rituð er lögmannateymi Joe að fara fram á áfrýjun og samfélagsmiðlateymi hans fær almenning með okkur í lið.“ Forsaga málsins er sú að Baskin stefndi Joe Exotic fyrir brot á höfundarréttarlögum árið 2013. Svo fór að Exotic var gert að greiða Baskin tæpa milljón Bandaríkjadali. Hann reiddi þó upphæðina aldrei fram. Jeff Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, hefur með dómsúrskurðinum verið gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Bandaríkin Dýr Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. Hann segir um að ræða „launráð“ sem verði að stöðva. Dómari úrskurðaði í byrjun vikunnar að Baskin skyldi eignast dýragarðinn auk eigna tengdum honum. Þau Joe Exotic og Baskin urðu heimsfræg á einni nóttu eftir að heimildaþáttaröðin Tiger King, sem fjallar um ævi, störf og ástir tígrisdýrahirða í Bandaríkjunum, var frumsýnd á Netflix fyrr á árinu. Exotic afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum. Hann segir í yfirlýsingu sem birt var fyrir hans hönd í fyrradag að úrskurður dómarans sé „enn eitt tilfinningalega höggið“ sem ríður yfir hann, mann sem „þegar er í viðkvæmu ástandi“. Exotic hafi verið í einangrun í fangelsi síðastliðna þrjá mánuði og geti þannig ekki haldið uppi málsvörn. "The ruling is yet another emotional blow to an already fragile Joe, who has spent the past 3 straight months in solitary confinement."Joe has issued his official response to a Carole Baskin taking the zoo. He is suffering, help us end it. #helpfreejoe https://t.co/7K6CHyBaEP— Joe Exotic (@joe_exotic) June 4, 2020 „Við erum meðvituð um nú sé tímabært að biðja fyrir réttlæti fyrir fjölskyldu George Floyd, sem og að bundinn verði endi á kerfisbundna kynþáttafordóma, en á sama tíma verðum við að svara fyrir launráð Carol Baskin áður en þau ná óhindruð fram að ganga,“ segir í yfirlýsingunni. „Þó að þessar fréttir séu þungbærar ætlum við ekki að sætta okkur við ósigur. Á sama tíma og þessi skilaboð eru rituð er lögmannateymi Joe að fara fram á áfrýjun og samfélagsmiðlateymi hans fær almenning með okkur í lið.“ Forsaga málsins er sú að Baskin stefndi Joe Exotic fyrir brot á höfundarréttarlögum árið 2013. Svo fór að Exotic var gert að greiða Baskin tæpa milljón Bandaríkjadali. Hann reiddi þó upphæðina aldrei fram. Jeff Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, hefur með dómsúrskurðinum verið gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira