Fótbolti

Dag­skráin í dag: Mjólkur­bikarinn í beinni frá Bessa­staða­velli og meistara­keppnin frá Hlíðar­enda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir og stöllur hennar mæta bikarmeisturum Selfoss í dag.
Hallbera Guðný Gísladóttir og stöllur hennar mæta bikarmeisturum Selfoss í dag. vísir/bára

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Í dag má þó finna tvær beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2. Álftanes og Fram mætast í 1. umferð Mjólkurbikarsins á Bessastaðavelli klukkan 14.00 en Mjólkurbikarinn fór að rúlla í gær. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport 3. Meistarakeppni kvenna er svo í beinni frá Origo-vellinum klukkan 16.00 þar sem Íslandsmeistarar Vals mæta bikarmeisturum Selfoss. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport.

Stöð 2 Sport 2

Það er hægt að finna sitt lítið af hverju á Stöð 2 Sport 2 í dag. Handbolti, fótbolti, heimildarþættir og margt, margt fleira. Þáttur um sigursælasta handboltaþjálfara Íslandssögunnar, Alfreð Gíslason, sem og þáttur um íslenska kvennalandsliðið er það var í Kína og Stöð 2 Sport fylgdist vel með.

Stöð 2 Sport 3

Það eru klassískir körfuboltaleikir úr síðustu úrslitakeppnum sýndir á Stöð 2 Sport 3 en leikur Álftanes og Fram verður einnig sýndur á Stöð 2 Sport 3 í dag.

Stöð 2 eSport

Útsending frá leik 1 hjá Dusty Academy og Tindastóll #STÓLLINN í League of Legends í fimmtu umferð Vodafone-deildarinnar má sjá á Stöð 2 eSport til að mynda sem og fleiri útsendingar frá Vodafone-deildinni og Lenovo-deildinni.

Stöð 2 Golf

Golfárin 2001 til 2009 verða gerð upp á golfstöðinni í dag sem og gefa bestu kylfingar heims kylfingum sem sitja heima á meðan heimsfaraldur kórónaveirunnar gengur yfir og gefa þeim góð ráð til að bæta spilamennsku sína.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.