Íslenski boltinn

Valur af­greiddi Fylki með þremur mörkum á síðustu tuttugu mínútunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurður Egill skoraði tvö mörk í kvöld.
Sigurður Egill skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/bára

Valur vann 3-0 sigur á Fylki í æfingaleik er liðin mættust á Origo-vellinum. Þetta var liður í loka undirbúningi liðanna fyrir Pepsi Max-deildina sem hefst um aðra helgi.

Staðan var markalaus í hálfleik en þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir gengu heimamenn á Hlíðarenda á lagið.

Sigurður Egill Lárusson skoraði tvö mörk á fimm mínútna millibili og varamaðurinn Haukur Páll Sigurðsson skoraði þriðja markið sex mínútum fyrir leikslok.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.