Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2020 12:05 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Farþegar sem koma til landsins og kjósa að fara í sýnatöku vegna Covid-19 fremur en að sitja 14 daga í sóttkví, munu frá 1. júlí næstkomandi greiða 15.000 kr. gjald vegna sýnatökunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir að sýnataka á landamærum hefist 15. júní og verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, en börn fædd árið 2005 eða síðar munu ekki þurfa að fara í sýnatöku. Hagfræðileg rök „Eins og fram kemur í greinargerð sem kynnt var á síðasta ríkisstjórnarfundi, mæla hagfræðileg rök með því að ferðamenn verði látnir greiða fyrir kostnað við sýnatöku. Nú liggur fyrir að alþjóðaheilbrigðisreglugerðin stendur ekki í vegi fyrir slíkri gjaldtöku, enda sé sýnatakan valkvæð og tilkynnt með hæfilegum fyrirvara. Gjaldið sem innheimt verður frá 1. júlí næstkomandi miðast við beinan kostnað ríkisins annan en stofnkostnað og er miðað við fyrirliggjandi kostnaðargreiningu sem fram kemur í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum sem kynnt var í ríkisstjórn 26. maí síðastliðinn. Líkt og fram kom á fréttamannasfundi ríkisstjórnarinnar 12. maí síðastliðinn var talið rétt að sýnataka á landamærum yrði farþegum að kostnaðarlausu í upphafi meðan verið væri að ýta úrræðinu úr vör og leysa úr mögulegum hnökrum. Lagaheimild til gjaldtöku vegna sýnatökunnar er í lögum um sjúkratryggingar og mun heilbrigðisráðherra gefa út reglugerð um gjaldtökuna og fleiri atriði sem varða sýnatökuverkefnið á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir ber meginábyrgð Áður hafði verið greint frá því að sóttvarnalæknir muni bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku og greiningu sýna komufarþega í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Íslenska erfðagreiningu. Hefur forsætisráðherra skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnalækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. 2. júní 2020 19:15 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Farþegar sem koma til landsins og kjósa að fara í sýnatöku vegna Covid-19 fremur en að sitja 14 daga í sóttkví, munu frá 1. júlí næstkomandi greiða 15.000 kr. gjald vegna sýnatökunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir að sýnataka á landamærum hefist 15. júní og verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, en börn fædd árið 2005 eða síðar munu ekki þurfa að fara í sýnatöku. Hagfræðileg rök „Eins og fram kemur í greinargerð sem kynnt var á síðasta ríkisstjórnarfundi, mæla hagfræðileg rök með því að ferðamenn verði látnir greiða fyrir kostnað við sýnatöku. Nú liggur fyrir að alþjóðaheilbrigðisreglugerðin stendur ekki í vegi fyrir slíkri gjaldtöku, enda sé sýnatakan valkvæð og tilkynnt með hæfilegum fyrirvara. Gjaldið sem innheimt verður frá 1. júlí næstkomandi miðast við beinan kostnað ríkisins annan en stofnkostnað og er miðað við fyrirliggjandi kostnaðargreiningu sem fram kemur í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum sem kynnt var í ríkisstjórn 26. maí síðastliðinn. Líkt og fram kom á fréttamannasfundi ríkisstjórnarinnar 12. maí síðastliðinn var talið rétt að sýnataka á landamærum yrði farþegum að kostnaðarlausu í upphafi meðan verið væri að ýta úrræðinu úr vör og leysa úr mögulegum hnökrum. Lagaheimild til gjaldtöku vegna sýnatökunnar er í lögum um sjúkratryggingar og mun heilbrigðisráðherra gefa út reglugerð um gjaldtökuna og fleiri atriði sem varða sýnatökuverkefnið á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir ber meginábyrgð Áður hafði verið greint frá því að sóttvarnalæknir muni bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku og greiningu sýna komufarþega í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Íslenska erfðagreiningu. Hefur forsætisráðherra skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnalækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. 2. júní 2020 19:15 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33
Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. 2. júní 2020 19:15
Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08