Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 19:08 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. Hann kveðst ekki taka undir orð smitsjúkdómalæknis fyrir helgi, sem sagði að það væru „ekki góð vísindi“ að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum við landamærin. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis á Landspítalanum sem sagði á föstudag að í skimun sem þessari fengist hátt hlutfall falskt neikvæðra sýna. „[…] þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni,“ sagði Bryndís. Þetta væru „ekki góð vísindi“ og orku heilbrigðisstarfsfólks væri betur varið í annað. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þórólfur kvaðst ekki taka undir þetta. „Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað þessi smitsjúkdómalæknir hefur sagt nákvæmlega en ég er ekkert sammála þessu. Það er oft skimað fyrir alls konar smitsjúkdómum hjá einkennalausu fólki og það er hægt að nefna fjöldann allan af smitsjúkdómum þar sem það er gert. Þannig að í þessu tilfelli þá er þetta besti kosturinn. Það væri óskandi að við hefðum betri kost til að tryggja það að veiran kæmi ekki hingað inn til lands en þetta er sú aðferð sem er til þess fallin að lágmarka áhættuna. Þannig að ég tek ekki undir þetta,“ sagði Þórólfur. Allir að reyna að klára í tæka tíð Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um opnun landamæra 15. júní næstkomandi er mælt með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Skimunin dragi úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. Þá útilokar hann aðra kosti um takmarkanir á komu ferðamanna til landsins, þar á meðal algera opnun og lokun landamæranna, heilsufarsskoðun fyrir eða við komu til landsins og að ferðamenn framvísi vottorði með niðurstöðum úr mótefnaprófi. Þórólfur sagði í Reykjavík síðdegis að erfitt væri að segja til um það núna hvort það náist að hleypa skimuninni af stokkunum í tæka tíð. Það muni skýrast betur á næstu dögum. Þá séu viðræður nú í gangi um að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Það er ekki allt klárt og það er verið að vinna hörðum höndum að því að gera þetta klárt. Það er ljóst að þetta er mikil vinna og þarf mikinn undirbúning við til að láta þetta nást fyrir 15. en það eru allir að stefna að því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36 Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. Hann kveðst ekki taka undir orð smitsjúkdómalæknis fyrir helgi, sem sagði að það væru „ekki góð vísindi“ að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum við landamærin. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis á Landspítalanum sem sagði á föstudag að í skimun sem þessari fengist hátt hlutfall falskt neikvæðra sýna. „[…] þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni,“ sagði Bryndís. Þetta væru „ekki góð vísindi“ og orku heilbrigðisstarfsfólks væri betur varið í annað. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þórólfur kvaðst ekki taka undir þetta. „Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað þessi smitsjúkdómalæknir hefur sagt nákvæmlega en ég er ekkert sammála þessu. Það er oft skimað fyrir alls konar smitsjúkdómum hjá einkennalausu fólki og það er hægt að nefna fjöldann allan af smitsjúkdómum þar sem það er gert. Þannig að í þessu tilfelli þá er þetta besti kosturinn. Það væri óskandi að við hefðum betri kost til að tryggja það að veiran kæmi ekki hingað inn til lands en þetta er sú aðferð sem er til þess fallin að lágmarka áhættuna. Þannig að ég tek ekki undir þetta,“ sagði Þórólfur. Allir að reyna að klára í tæka tíð Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um opnun landamæra 15. júní næstkomandi er mælt með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Skimunin dragi úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. Þá útilokar hann aðra kosti um takmarkanir á komu ferðamanna til landsins, þar á meðal algera opnun og lokun landamæranna, heilsufarsskoðun fyrir eða við komu til landsins og að ferðamenn framvísi vottorði með niðurstöðum úr mótefnaprófi. Þórólfur sagði í Reykjavík síðdegis að erfitt væri að segja til um það núna hvort það náist að hleypa skimuninni af stokkunum í tæka tíð. Það muni skýrast betur á næstu dögum. Þá séu viðræður nú í gangi um að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Það er ekki allt klárt og það er verið að vinna hörðum höndum að því að gera þetta klárt. Það er ljóst að þetta er mikil vinna og þarf mikinn undirbúning við til að láta þetta nást fyrir 15. en það eru allir að stefna að því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36 Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira
Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33