Erlent

Smitaðir með háan blóð­þrýsting tvö­falt lík­legri til að láta lífið

Atli Ísleifsson skrifar
Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í læknaritinu European Heart Journal í dag.
Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í læknaritinu European Heart Journal í dag. Getty

Ný rannsókn á fólki sem smitaðist af kórónuveirunni virðist leiða í ljós að fólk með of háan blóðþrýsting er tvisvar sinnum líklegra til að láta lífið af völdum sjúkdómsins en fólk sem er með eðlilegan þrýsting.

Rannsóknin var framkvæmd á sjúkrahúsi í Kína og að henni komu kínverskir og írskir vísindamenn en greint er frá niðurstöðum hennar í læknaritinu European Heart Journal í dag.

Um 30 prósent þeirra sem lagðir voru inn á sjúkrahúsið á ákveðnu tímabili, 850 manns, þjáðust af of háum blóðþrýstingi og úr þeim hópi létu fjögur prósent lífið.

Í hópnum sem var með eðlilegan þrýsting, rúmlega tvö þúsund manns, var dánartalan mun lægri eða rétt rúmlega eitt prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.