Erlent

And­lits­gríma skylda fyrir ferða­langa á Kastrup

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margir Íslendingar kannast eflaust við Kastrup flugvöll en þar verður skylda að bera grímu fyrir vitum.
Margir Íslendingar kannast eflaust við Kastrup flugvöll en þar verður skylda að bera grímu fyrir vitum. EPA/Ida Guldbaek Arentsen

Ferðalangar munu þurfa að vera með grímur fyrir vitum flugvöllum í Danmörku. Reglan tekur gildi 15. júní næstkomandi þegar landamærin opna að nýju og gildir um óákveðinn tíma. Til móts kemur að flugfélögum verður nú leyfilegt að fylla flugvélarnar og ekki þarf að gæta að fjarlægðatakmörkum inni í vélunum að því er greint er frá á vef danska ríkisútvarpsins.

Ferðamenn munu geta keypt grímur á flugvellinum ef þeir eru ekki með grímur á sér. „Það er mikilvægt fyrir okkur að hagkerfi okkar nái sér á strik þegar við hefjum flugsamgöngur að nýju. Það hefur verið ákveðin kyrrstaða í nokkuð langan tíma. Það mikilvægasta er að við getum gert það á öruggan hátt,“ sagði Michael Svande, útibússtjóri Dansk Industris.

Reglan er samkvæmt tilmælum frá Evrópsku flugumferðaröryggisstofnuninni, EASA, og má því gera ráð fyrir að sömu reglur muni gilda á mörgum evrópskum flugvöllum. Benny Engelbrecht, samgönguráðherra Danmerkur, hrósaði flugiðnaðnum fyrir að hafa gefið út svo skýrar reglur.

Þá verða ýmsar takmarkanir á ferðalögum í Danmörku og birti Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn lista fyrir íslenska ferðamenn um takmarkanir sem lesa má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Yfirstjórn Lufthansa hafnar skilyrðum Evrópusambandsins

Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa.

Grikk­land opnar landa­mærin

Grikkland hefur opnað landamæri sín á ný en aðeins er alþjóðlegum flugum heimilt að lenda á flugvellinum í Aþenu. Farþegar verða skimaðir við komu og er þeim skylt að gista í eina nótt á sérstöku hóteli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.