Yfirstjórn Lufthansa hafnar skilyrðum Evrópusambandsins Margrét Helga Erlingsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 27. maí 2020 18:09 Yfirstjórn flugfélagsins Lufthansa segist ekki geta samþykkt skilyrði Evrópusambandsins við björgunarpakka þýskra stjórnvalda. EPA/ARMANDO BABANI Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa. Í fyrstu var talið fullvíst að yfirstjórnin myndi skrifa undir björgunartilboð stjórnvalda möglunarlaust en niðurstaða stjórnarfundar var sú að ekki væri hægt að ganga að skilyrðum Evrópusambandsins. Evrópusambandið krefst þess að Lufthansa gefi frá sér verðmæta lendingar- og afgreiðslutíma á flugvöllum í Frankfurt og München til frambúðar. Þrátt fyrir að yfirstjórn flugfélagsins hafi hafnað skilyrðum Evrópusambandsins segir hún að björgunaraðgerðir þýskra stjórnvalda sé eina raunhæfa leiðin til að forða Lufthansa frá gjaldþroti. Því bindur yfirstjórnin vonir við frekari viðræður. Ríkisstjórnin hefur boðið flugfélaginu níu milljarða evra gegn því að eignast tuttugu prósenta hlut í flugfélaginu auk heimildar til að bæta við sig fimm prósentum til viðbótar til að koma í veg fyrir yfirtöku. Í lok síðasta mánaðar gaf Lufthansa út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert. Fréttir af flugi Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. 25. maí 2020 23:26 Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 08:30 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa. Í fyrstu var talið fullvíst að yfirstjórnin myndi skrifa undir björgunartilboð stjórnvalda möglunarlaust en niðurstaða stjórnarfundar var sú að ekki væri hægt að ganga að skilyrðum Evrópusambandsins. Evrópusambandið krefst þess að Lufthansa gefi frá sér verðmæta lendingar- og afgreiðslutíma á flugvöllum í Frankfurt og München til frambúðar. Þrátt fyrir að yfirstjórn flugfélagsins hafi hafnað skilyrðum Evrópusambandsins segir hún að björgunaraðgerðir þýskra stjórnvalda sé eina raunhæfa leiðin til að forða Lufthansa frá gjaldþroti. Því bindur yfirstjórnin vonir við frekari viðræður. Ríkisstjórnin hefur boðið flugfélaginu níu milljarða evra gegn því að eignast tuttugu prósenta hlut í flugfélaginu auk heimildar til að bæta við sig fimm prósentum til viðbótar til að koma í veg fyrir yfirtöku. Í lok síðasta mánaðar gaf Lufthansa út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert.
Fréttir af flugi Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. 25. maí 2020 23:26 Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 08:30 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. 25. maí 2020 23:26
Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 08:30