Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2020 12:21 Madeleine McCann var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf í Portúgal árið 2007. Vísir/EPA „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag en greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins. Maður á fimmtugsaldri er nú í brennidepli rannsóknar Scotland Yard á hvarfi Madeleine McCann sem hvarf úr hótelherbergi í Portúgal fyrir þrettán árum síðan. Maðurinn er 43 ára gamall Þjóðverji en hann afplánar nú dóm vegna kynferðisbrots en hann hefur ítrekað verið sakfelldur fyrir barnaníð. Lögreglan telur að maðurinn, sem ferðaðist um Portúgal í húsbíl á sínum tíma, hafi verið á svæðinu þar sem stúlkan sást síðast en hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf. Foreldrar Madeleine, Gerry og Kate McCann þökkuðu lögreglunni í yfirlýsingu og bættu við að það eina sem þau vildu væri að hún fyndist. Wolters biðlaði einnig til almennings og sagði það gríðarlega mikilvægt að vitni stigu fram. Þýskir fjölmiðlar hafa þá nafngreint manninn sem Christian B. en lögreglan hefur ekki staðfest nafn hans. „Hann starfaði á nokkrum stöðum [í Algarve] í stuttan tíma í senn, þar á meðal á veitingastöðum á þessum tíma,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Hann er þá einnig grunaður um að hafa selt fíkniefni og hafa brotist inn og rænt hótelherbergi og íbúðir í útleigu. Lögreglan sagði jafnframt að ástæða væri til að halda að fleiri en Christian B. hefðu vitneskju um hvarf Madeleine og mögulega hvar lík hennar væri að finna. Þeir einstaklingar væru hvattir til að hafa samband við lögreglu. Madeleine McCann Bretland Þýskaland Portúgal Tengdar fréttir Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
„Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag en greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins. Maður á fimmtugsaldri er nú í brennidepli rannsóknar Scotland Yard á hvarfi Madeleine McCann sem hvarf úr hótelherbergi í Portúgal fyrir þrettán árum síðan. Maðurinn er 43 ára gamall Þjóðverji en hann afplánar nú dóm vegna kynferðisbrots en hann hefur ítrekað verið sakfelldur fyrir barnaníð. Lögreglan telur að maðurinn, sem ferðaðist um Portúgal í húsbíl á sínum tíma, hafi verið á svæðinu þar sem stúlkan sást síðast en hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf. Foreldrar Madeleine, Gerry og Kate McCann þökkuðu lögreglunni í yfirlýsingu og bættu við að það eina sem þau vildu væri að hún fyndist. Wolters biðlaði einnig til almennings og sagði það gríðarlega mikilvægt að vitni stigu fram. Þýskir fjölmiðlar hafa þá nafngreint manninn sem Christian B. en lögreglan hefur ekki staðfest nafn hans. „Hann starfaði á nokkrum stöðum [í Algarve] í stuttan tíma í senn, þar á meðal á veitingastöðum á þessum tíma,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Hann er þá einnig grunaður um að hafa selt fíkniefni og hafa brotist inn og rænt hótelherbergi og íbúðir í útleigu. Lögreglan sagði jafnframt að ástæða væri til að halda að fleiri en Christian B. hefðu vitneskju um hvarf Madeleine og mögulega hvar lík hennar væri að finna. Þeir einstaklingar væru hvattir til að hafa samband við lögreglu.
Madeleine McCann Bretland Þýskaland Portúgal Tengdar fréttir Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13