Erlent

Særði um fjöru­tíu í hnífa­á­rás í kín­verskum barna­skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Borgin Wuzhou við bakka Gulafljótsins. 
Borgin Wuzhou við bakka Gulafljótsins.  Getty

Öryggisvörður í barnaskóla í kínverska í héraðinu Guangxi gekk berserksgang í skólanum í morgun og stakk þar að minnsta kosti 39 með hníf.

Ekki er vitað hvað lá að baki en flest fórnarlamba mannsins voru börn, eða 37, en einnig réðst maðurinn á tvo fullorðna, annan öryggisvörð og skólastjórann. Þrír eru sagðir lífshættulega sárir eftir atlöguna.

Árásin átti sér stað í bænum Wuzhou í Guangxi sem er að finna í suðurhluta landsins.

Hnífaárásir sem þessi hafa ítrekað átt sér stað í Kína á síðustu árum, en þannig særði kona fjórtán börn í árás árið 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.