Erlent

Myndband sýnir aurskriðu sópa húsum út á haf í Noregi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aurskriðan greip með sér átta hús.
Aurskriðan greip með sér átta hús. Mynd/Skjáskot

Gríðarstór aurskriða sópaði átta húsum út a haf í Kråkneset í Norður-Noregi síðdegis í dag. Lögregla telur að engan hafi sakað í aurskriðunni en einn var fluttur úr nærliggjandi húsi.

Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi fór aurskriðan ekki hratt yfir en talið er að hún hafi verið yfir 650 breið. 

Fyrstu tilkynningar um aurskriðuna bárust lögreglu klukkan 15.45 að norskum tíma. Allt tiltækt lið var kallað út. Í frétt NRK segir að lögregla vinni nú að því að ganga endanlega úr skugga um að enginn hafi lent í aurskriðunni, en ekkert bendir til þess að svo stöddu.

Á myndum má sjá að mikið brak er í sjónum og hvernig hús mara í hálfu kafi. Aurskriðan fór beint í Altafjörð og segir í frétt NRK að minni aurskriður hafi einnig fallið í skóinn eftir að lögregla mætti á svæðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.