Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 11:47 Tegnell segir að fjöldi látinna hafi vakið til umhugsunar hvort að Svíar hefðu brugðist rétt við faraldrinum. AP/Pontus Lundahl/TT Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. Tæplega 4.500 manns hafa látið lífið í faraldrinum í Svíþjóð, margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Gagnrýnisraddir á viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum hafa fyrir vikið orðið æ háværari að undanförnu. Ólíkt flestum öðrum ríkjum hafa sænsk stjórnvöld aðeins gefið út tilmæli um að fólk gæti sjálft að félagsforðun og hugi að hreinlæti frekar en að takmarka ferðir eða ferðalög. Aðeins samkomur fimmtíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar. Þannig hafa skólar, barir og veitingahús verið opin í Svíþjóð á meðan slík starfsemi hefur legið niðri í öllum nágrannaríkjunum. Lítil skimun fyrir veirunni hefur farið fram. Dvalarheimilum var ekki lokað fyrir gestum fyrr en seint í mars og er um helmingur þeirra látnu í Svíþjóð aldraðir íbúar slíkra heimila, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í viðtali við sænska ríkisútvarpið í dag sagði Tegnell að Svíþjóð hefði „klárlega“ getað gert betur í faraldrinum. „Ef við kæmumst í kast við sama sjúkdóm, vitandi nákvæmlega það sem við vitum um hann í dag, held ég að við myndum enda á því að gera eitthvað á milli þess sem Svíþjóð gerði og það sem önnur lönd hafa gert,“ sagði Tegnell í dag. Íbúar Malmö njóta lífsins á vorkvöldi í maí. Yfirvöld komu á litlum takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og fyrir vikið hafa margfalt fleiri látist í Svíþjóð en í Danmörku, Noregi eða Finnlandi.AP/Johan Nilsson/TT Stefan Loven, forsætisráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni að ríkisstjórnin ætlaði að hrinda af stað rannsókn á viðbrögðum við faraldrinum. Tegnell sagði jafnframt í dag að sér væri ekki ljóst til hvaða aðgerða Svíar hefðu átt að grípa aukalega sem önnur ríki beittu. „Kannski komumst við að því þegar fólk byrjar að afnema takmarkanir, eina í eina. Þá fáum við kannski einhvers konar upplýsingar um hvað við gætum gert án þess að skipa fyrir um algert útgöngubann, í viðbót við það sem við gerðum,“ sagði sóttvarnalæknirinn. Þrátt fyrir að hafa gengið mun skemur en flest önnur ríki í að bregðast við faraldrinum hefur Svíþjóð ekki sloppið við efnahagsleg skakkaföll. AP- fréttastofan segir að um 76.000 manns hafi misst vinnuna frá því að faraldurinn hófst og búist sé við að atvinnuleysið verði enn meira en þau 7,9% sem það mælist nú. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. Tæplega 4.500 manns hafa látið lífið í faraldrinum í Svíþjóð, margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Gagnrýnisraddir á viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum hafa fyrir vikið orðið æ háværari að undanförnu. Ólíkt flestum öðrum ríkjum hafa sænsk stjórnvöld aðeins gefið út tilmæli um að fólk gæti sjálft að félagsforðun og hugi að hreinlæti frekar en að takmarka ferðir eða ferðalög. Aðeins samkomur fimmtíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar. Þannig hafa skólar, barir og veitingahús verið opin í Svíþjóð á meðan slík starfsemi hefur legið niðri í öllum nágrannaríkjunum. Lítil skimun fyrir veirunni hefur farið fram. Dvalarheimilum var ekki lokað fyrir gestum fyrr en seint í mars og er um helmingur þeirra látnu í Svíþjóð aldraðir íbúar slíkra heimila, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í viðtali við sænska ríkisútvarpið í dag sagði Tegnell að Svíþjóð hefði „klárlega“ getað gert betur í faraldrinum. „Ef við kæmumst í kast við sama sjúkdóm, vitandi nákvæmlega það sem við vitum um hann í dag, held ég að við myndum enda á því að gera eitthvað á milli þess sem Svíþjóð gerði og það sem önnur lönd hafa gert,“ sagði Tegnell í dag. Íbúar Malmö njóta lífsins á vorkvöldi í maí. Yfirvöld komu á litlum takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og fyrir vikið hafa margfalt fleiri látist í Svíþjóð en í Danmörku, Noregi eða Finnlandi.AP/Johan Nilsson/TT Stefan Loven, forsætisráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni að ríkisstjórnin ætlaði að hrinda af stað rannsókn á viðbrögðum við faraldrinum. Tegnell sagði jafnframt í dag að sér væri ekki ljóst til hvaða aðgerða Svíar hefðu átt að grípa aukalega sem önnur ríki beittu. „Kannski komumst við að því þegar fólk byrjar að afnema takmarkanir, eina í eina. Þá fáum við kannski einhvers konar upplýsingar um hvað við gætum gert án þess að skipa fyrir um algert útgöngubann, í viðbót við það sem við gerðum,“ sagði sóttvarnalæknirinn. Þrátt fyrir að hafa gengið mun skemur en flest önnur ríki í að bregðast við faraldrinum hefur Svíþjóð ekki sloppið við efnahagsleg skakkaföll. AP- fréttastofan segir að um 76.000 manns hafi misst vinnuna frá því að faraldurinn hófst og búist sé við að atvinnuleysið verði enn meira en þau 7,9% sem það mælist nú.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira