Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2020 16:37 Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Einar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Samningarviðræður hafa nú staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir frá því í mars 2019. Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Fundinum er nú lokið án niðurstöðu og ekki hefur verið boðað til annars fundar. Mikillar óánægju hefur gætt meðal hjúkrunarfræðinga vegna stöðunnar og mikið hefur mætt á stéttinni í kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur um landið undanfarna mánuði. Rafræn atkvæðagreiðsla hefst klukkan 20 í dag, þriðjudaginn 2. júní, og mun henni ljúka föstudaginn 5. júní klukkan 12 á hádegi. Rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðingar starfa hjá ríkinu og má vænta niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni eftir hádegi á föstudag. Kosið verður um ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga sem stefnt er á að hefjist klukkan 8:00 mánudaginn 22. júní næstkomandi verði verkfallsaðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslu og náist samningar ekki fyrir þann tíma. Fram kemur í tilkynningu frá Fíh að komi til verkfalls muni það hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir í rekstri ríkisins, auk annarra vinnustaða hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera. Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20. maí 2020 16:37 Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Samningarviðræður hafa nú staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir frá því í mars 2019. Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Fundinum er nú lokið án niðurstöðu og ekki hefur verið boðað til annars fundar. Mikillar óánægju hefur gætt meðal hjúkrunarfræðinga vegna stöðunnar og mikið hefur mætt á stéttinni í kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur um landið undanfarna mánuði. Rafræn atkvæðagreiðsla hefst klukkan 20 í dag, þriðjudaginn 2. júní, og mun henni ljúka föstudaginn 5. júní klukkan 12 á hádegi. Rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðingar starfa hjá ríkinu og má vænta niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni eftir hádegi á föstudag. Kosið verður um ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga sem stefnt er á að hefjist klukkan 8:00 mánudaginn 22. júní næstkomandi verði verkfallsaðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslu og náist samningar ekki fyrir þann tíma. Fram kemur í tilkynningu frá Fíh að komi til verkfalls muni það hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir í rekstri ríkisins, auk annarra vinnustaða hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera.
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20. maí 2020 16:37 Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20
Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20. maí 2020 16:37
Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42