Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2020 15:42 Bjarni Benediktsson í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. Ríkissáttasemjari vonast til að hægt verði að vinna hratt í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins en fyrsti sáttafundurinn eftir að kjarasamningur þeirra var felldur var haldinn í morgun. Hjúkrunarfræðingar felldu í gær kjarasamning sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir þann 10. apríl með 53% atkvæða. Halldóra Mogensen spurði fjármálaráðherra út í kostnaðinn við samning við hjúkrunarfræðinga.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pirata spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvað nýfelldur kjarasamningur hefði kostað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki vera með heildarkostnaðinn en hann væri með kostnað við umfram kröfu stéttarinnar. „Viðbótarkrafa hjúkrunarfræðinga sem lengst af stóðu í vegi fyrir að samningar tækjust en þeir tókust þó þó að þeir hafi nú verið felldir því miður með tæpum meirihluta kostaði milljarða uppundir fimm milljarða. Viðbótarkrafan þar sem farið var fram á að samið yrði um umfram það sem allir aðrir höfðu samið um.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í fréttum RÚV mikilvægt að í framhaldinu yrði unnið hratt þar sem óvissa og órói kringum heilbrigðiskerfið væri vond. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar klukkan tíu í morgun með hjúkrunarfræðingum og ríkinu. Guðbjörg Pálsdóttir formaður félagsins vildi ekki tjá sig um stöðuna fyrir fundinn í morgun en félagið hafði kynnt að verulegur ágóði væri í samningnum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Aðsend Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að á fundinum verði farið niðurstöðu kosningarinnar. „Það sem ég býst fyllilega við og ætlast til er að báðir samningsaðilar leggi sig alla fram og við sitjum við verkefnið saman til að finna góða lausn, samningsnefndirnar hafa unnið að heilindum þannig að ég bind miklar vonir við að við getum unnið hratt og vel saman. Hversu fljótt okkur tekst að finna lausnina er erfitt að segja til um en það mun ekki stranda á því að það verði unnið dag og nótt að þessu verkefni.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. Ríkissáttasemjari vonast til að hægt verði að vinna hratt í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins en fyrsti sáttafundurinn eftir að kjarasamningur þeirra var felldur var haldinn í morgun. Hjúkrunarfræðingar felldu í gær kjarasamning sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir þann 10. apríl með 53% atkvæða. Halldóra Mogensen spurði fjármálaráðherra út í kostnaðinn við samning við hjúkrunarfræðinga.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pirata spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvað nýfelldur kjarasamningur hefði kostað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki vera með heildarkostnaðinn en hann væri með kostnað við umfram kröfu stéttarinnar. „Viðbótarkrafa hjúkrunarfræðinga sem lengst af stóðu í vegi fyrir að samningar tækjust en þeir tókust þó þó að þeir hafi nú verið felldir því miður með tæpum meirihluta kostaði milljarða uppundir fimm milljarða. Viðbótarkrafan þar sem farið var fram á að samið yrði um umfram það sem allir aðrir höfðu samið um.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í fréttum RÚV mikilvægt að í framhaldinu yrði unnið hratt þar sem óvissa og órói kringum heilbrigðiskerfið væri vond. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar klukkan tíu í morgun með hjúkrunarfræðingum og ríkinu. Guðbjörg Pálsdóttir formaður félagsins vildi ekki tjá sig um stöðuna fyrir fundinn í morgun en félagið hafði kynnt að verulegur ágóði væri í samningnum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Aðsend Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að á fundinum verði farið niðurstöðu kosningarinnar. „Það sem ég býst fyllilega við og ætlast til er að báðir samningsaðilar leggi sig alla fram og við sitjum við verkefnið saman til að finna góða lausn, samningsnefndirnar hafa unnið að heilindum þannig að ég bind miklar vonir við að við getum unnið hratt og vel saman. Hversu fljótt okkur tekst að finna lausnina er erfitt að segja til um en það mun ekki stranda á því að það verði unnið dag og nótt að þessu verkefni.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45