Innlent

Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu

Andri Eysteinsson skrifar
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu með samninganefnd ríkisins.
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu með samninganefnd ríkisins. vísir/vilhelm

Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga.

Fundurinn hófst nú klukkan 14:00 en hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings frá því lok mars árið 2019. Mikillar óánægju hefur gætt á meðal hjúkrunarfræðinga vegna stöðunnar en mikið hefur mætt á stéttinni í kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur um landið undanfarna mánuði.

Um mánaðamótin mars/apríl féll niður vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga sem svaraði til tuga þúsunda króna. Aðgerðin var hluti af umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum hjá Landspítalanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×