Fyrir einu ári fór fram í Liverpool eitthvað sem má alls ekki fara fram í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 13:00 Leikmenn Liverpool í sigurskrúðgöngu félagsins á þessum degi fyrir ári síðan. Getty/Nigel Roddis Enska úrvalsdeildin hefur legið í dvala síðustu mánuði vegna kórónuveirunnar en nú eru liðin farin að æfa á fullum krafti og leikar hefjast að nýju eftir fimmtán daga. Það verður þó ekki mikil spenna í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Liverpool verður enskur meistari árið 2020. Eina spurningin er hvenær. Enska úrvalsdeildin á að fara aftur af stað á Þjóðhátíðardegi Íslendinga og þá er það aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool tryggir sér þessi sex stig sem vantar upp á svo þeir geti kallað sig enska meistara í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Ein af stóru áhyggjum stjórnvalda í Englandi við endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar virðist vera væntanleg sigurhátíð og fögnuður stuðningsmanna Liverpool. A lot happens in a year When will we get to see scenes like this again?#OTD #LFC pic.twitter.com/m99R57Pwgw— Match of the Day (@BBCMOTD) June 2, 2020 Borgarstjórinn í Liverpool lýsti því meðal annars yfir fyrir nokkru að hann vildi alls ekki hefja leik að nýja af ótta við fönguð stuðningsmanna Liverpool liðsins. Þau ummæli féllu reyndar í grýttan jarðveg og hvað þá þegar menn áttuðu sig á því að hann var harður stuðningsmaður Everton. Stuðningsmenn Liverpool eru búnir að bíða lengi eftir því að vinna ensku úrvalsdeildina í frysta sinn. Þegar Liverpool varð síðast enskur meistari þá hét deildina enska 1. deildin. Það var vorið 1990. Enska úrvalsdeildin varð til haustið 1992 og sex félög hafa unnið hana. Liverpool er ekki eitt af þeim liðum. Manchester United (13 sinnum), Chelsea (5), Manchester City (4), Arsenal (3), Blackburn Rovers og Leicester City hafa unnið ensku úrvalsdeildina. Blackburn Rovers fagnaði meðal annars titlinum á Anfield eftir síðasta leikinn sinn og með Liverpool goðsögnina Kenny Dalglish sem knattspyrnustjóra. This city is amazing. This club is amazing. This is Liverpool! #LFC pic.twitter.com/aASFYcpBvf— Tom Munns (@TomMunns1) June 2, 2019 En af hverju óttast menn fögnuð stuðningsmanna Liverpool svona mikið? Jú þeir sem fylgdust með þeim fagna sigri í Meistaradeildarinnar í fyrra sáu að fjöldi manns gæti streymt út á göturnar þegar Liverpool tryggir sér titilinn. 2. júní 2019 eða fyrir nákvæmlega einu ári síðan fögnuðu stuðningsmenn Liverpool saman sigri liðsins í Meistaradeildarinnar með ótrúlegri sigurskrúðgöngu í Liverpool borg. Liverpool hafði unnið 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid kvöldið áður en hafði flogið aftur til Liverpool um morguninn. Slík sigurskrúðganga fer ekki fram aftur í Liverpool fyrr en kórónuveirufaraldurinn er afstaðinn og Jürgen Klopp hefur biðlað til stuðningsmanna Liverpool að halda upp á sigurinn heima hjá sér en ekki út á götum Liverpool eða við Anfield leikvanginn. "When we will start, it will be four-and-a-half weeks or so (of preparation). That for us is pretty comfortable to be honest."Jurgen Klopp says he has no worries about the Premier League returning so soon. #KeysandGray #LFCFull interview ?? https://t.co/7cenmqFHIR pic.twitter.com/257h9SXMwR— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) May 30, 2020 Leikirnir þar sem Liverpool mun geta tryggt sér titilinn munu fara fram á hlutlausum völlum og því er það alveg ljóst að Liverpool tryggir sér ekki titilinn á Anfield. Það væri hætt við því að fólk myndi safnast saman við leikvanginn í stórum stíl þótt að engir áhorfendur fengju að vera inn á leikvanginum sjálfum. Nú reynir því á stuðningsmenn Liverpool að sýna skynsemi og bera virðingu fyrir fordæmalausum tímum. Enski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur legið í dvala síðustu mánuði vegna kórónuveirunnar en nú eru liðin farin að æfa á fullum krafti og leikar hefjast að nýju eftir fimmtán daga. Það verður þó ekki mikil spenna í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Liverpool verður enskur meistari árið 2020. Eina spurningin er hvenær. Enska úrvalsdeildin á að fara aftur af stað á Þjóðhátíðardegi Íslendinga og þá er það aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool tryggir sér þessi sex stig sem vantar upp á svo þeir geti kallað sig enska meistara í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Ein af stóru áhyggjum stjórnvalda í Englandi við endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar virðist vera væntanleg sigurhátíð og fögnuður stuðningsmanna Liverpool. A lot happens in a year When will we get to see scenes like this again?#OTD #LFC pic.twitter.com/m99R57Pwgw— Match of the Day (@BBCMOTD) June 2, 2020 Borgarstjórinn í Liverpool lýsti því meðal annars yfir fyrir nokkru að hann vildi alls ekki hefja leik að nýja af ótta við fönguð stuðningsmanna Liverpool liðsins. Þau ummæli féllu reyndar í grýttan jarðveg og hvað þá þegar menn áttuðu sig á því að hann var harður stuðningsmaður Everton. Stuðningsmenn Liverpool eru búnir að bíða lengi eftir því að vinna ensku úrvalsdeildina í frysta sinn. Þegar Liverpool varð síðast enskur meistari þá hét deildina enska 1. deildin. Það var vorið 1990. Enska úrvalsdeildin varð til haustið 1992 og sex félög hafa unnið hana. Liverpool er ekki eitt af þeim liðum. Manchester United (13 sinnum), Chelsea (5), Manchester City (4), Arsenal (3), Blackburn Rovers og Leicester City hafa unnið ensku úrvalsdeildina. Blackburn Rovers fagnaði meðal annars titlinum á Anfield eftir síðasta leikinn sinn og með Liverpool goðsögnina Kenny Dalglish sem knattspyrnustjóra. This city is amazing. This club is amazing. This is Liverpool! #LFC pic.twitter.com/aASFYcpBvf— Tom Munns (@TomMunns1) June 2, 2019 En af hverju óttast menn fögnuð stuðningsmanna Liverpool svona mikið? Jú þeir sem fylgdust með þeim fagna sigri í Meistaradeildarinnar í fyrra sáu að fjöldi manns gæti streymt út á göturnar þegar Liverpool tryggir sér titilinn. 2. júní 2019 eða fyrir nákvæmlega einu ári síðan fögnuðu stuðningsmenn Liverpool saman sigri liðsins í Meistaradeildarinnar með ótrúlegri sigurskrúðgöngu í Liverpool borg. Liverpool hafði unnið 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid kvöldið áður en hafði flogið aftur til Liverpool um morguninn. Slík sigurskrúðganga fer ekki fram aftur í Liverpool fyrr en kórónuveirufaraldurinn er afstaðinn og Jürgen Klopp hefur biðlað til stuðningsmanna Liverpool að halda upp á sigurinn heima hjá sér en ekki út á götum Liverpool eða við Anfield leikvanginn. "When we will start, it will be four-and-a-half weeks or so (of preparation). That for us is pretty comfortable to be honest."Jurgen Klopp says he has no worries about the Premier League returning so soon. #KeysandGray #LFCFull interview ?? https://t.co/7cenmqFHIR pic.twitter.com/257h9SXMwR— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) May 30, 2020 Leikirnir þar sem Liverpool mun geta tryggt sér titilinn munu fara fram á hlutlausum völlum og því er það alveg ljóst að Liverpool tryggir sér ekki titilinn á Anfield. Það væri hætt við því að fólk myndi safnast saman við leikvanginn í stórum stíl þótt að engir áhorfendur fengju að vera inn á leikvanginum sjálfum. Nú reynir því á stuðningsmenn Liverpool að sýna skynsemi og bera virðingu fyrir fordæmalausum tímum.
Enski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira