„Bróðir minn vildi frið“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 20:04 Terrence Floyd segir ofbeldi skyggja á tilgang mótmælanna. Hann skilji að fólk sé reitt en ofbeldi og eyðilegging sé ekki svarið. Skjáskot Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. Hins vegar skipti mestu máli að ná fram jákvæðum breytingum, sem verði ekki að veruleika með því að beita ofbeldi og eyðileggingu. Þetta kom fram í viðtali við Terrence í Good Morning America þar sem hann ræddi bróður sinn George Floyd, sem lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með hné sitt á hálsi hans. Eftir dauða George Floyd urðu mikil mótmæli og óeirðir víða í Bandaríkjunum þar sem krafist er réttlætis fyrir Floyd og aðra sem hafa tapað lífi sínu eftir afskipti lögreglu. Hreyfingar á borð við Black Lives Matter hafa kallað eftir breytingum innan lögreglunnar og vilja útrýma kerfislægum rasisma innan hennar. Rest in Power, Beautiful. @BlkLivesMatter honors those we have lost to police violence. #BlackLivesMatter #JusticeforGeorgeFloyd pic.twitter.com/AtqA0YtEOK— Black Lives Matter (@Blklivesmatter) May 29, 2020 „Það er í lagi að vera reiður, en fáið útrás fyrir reiðina með því að gera eitthvað jákvætt eða náið fram breytingum með öðrum hætti því við höfum reynt þessa leið. Reiðin, það að skemma heimabæi ykkar, það er ekki leiðin sem hann hefði viljað fara,“ sagði Terrence. „Bróðir minn vildi frið.“ Hann sagði mikilvægast að fólk myndi kynna sér vandamálið og leiðir til þess að leysa það. Lýðræðið skipti þar miklu máli, að fólk myndi kynna sér hverja það kysi og hvers vegna. „Þannig náum við þeim," bætti hann við. Vill að lögreglumennirnir verði dregnir til ábyrgðar Fórir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum þegar George Floyd lést. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Terrence segist vilja sjá þá alla sæta ábyrgð. „Ég vil að þeim verði öllum refsað fyrir það sem þeir gerðu bróður mínum. Þegar ég sá myndböndin, þá var náunginn ekki aðeins á hálsinum á honum heldur voru þrír lögregluþjónar á bak við bílinn. Hann gat ekki hreyft sig.“ Hann segir bróður sinn hafa jákvæðan mann og margir hafi talað um hann sem „ljúfan risa“. Hann hafi jafnframt verið hvetjandi manneskja og þannig ætti hans að vera minnst. Terrence mun ferðast frá New York til Minneapolis og heimsækja staðinn sem bróðir hans lést. Það ætli hann að gera til þess að tengjast bróður sínum á ný. „Ég vil bara finna fyrir anda bróður míns.“ Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. Hins vegar skipti mestu máli að ná fram jákvæðum breytingum, sem verði ekki að veruleika með því að beita ofbeldi og eyðileggingu. Þetta kom fram í viðtali við Terrence í Good Morning America þar sem hann ræddi bróður sinn George Floyd, sem lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með hné sitt á hálsi hans. Eftir dauða George Floyd urðu mikil mótmæli og óeirðir víða í Bandaríkjunum þar sem krafist er réttlætis fyrir Floyd og aðra sem hafa tapað lífi sínu eftir afskipti lögreglu. Hreyfingar á borð við Black Lives Matter hafa kallað eftir breytingum innan lögreglunnar og vilja útrýma kerfislægum rasisma innan hennar. Rest in Power, Beautiful. @BlkLivesMatter honors those we have lost to police violence. #BlackLivesMatter #JusticeforGeorgeFloyd pic.twitter.com/AtqA0YtEOK— Black Lives Matter (@Blklivesmatter) May 29, 2020 „Það er í lagi að vera reiður, en fáið útrás fyrir reiðina með því að gera eitthvað jákvætt eða náið fram breytingum með öðrum hætti því við höfum reynt þessa leið. Reiðin, það að skemma heimabæi ykkar, það er ekki leiðin sem hann hefði viljað fara,“ sagði Terrence. „Bróðir minn vildi frið.“ Hann sagði mikilvægast að fólk myndi kynna sér vandamálið og leiðir til þess að leysa það. Lýðræðið skipti þar miklu máli, að fólk myndi kynna sér hverja það kysi og hvers vegna. „Þannig náum við þeim," bætti hann við. Vill að lögreglumennirnir verði dregnir til ábyrgðar Fórir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum þegar George Floyd lést. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Terrence segist vilja sjá þá alla sæta ábyrgð. „Ég vil að þeim verði öllum refsað fyrir það sem þeir gerðu bróður mínum. Þegar ég sá myndböndin, þá var náunginn ekki aðeins á hálsinum á honum heldur voru þrír lögregluþjónar á bak við bílinn. Hann gat ekki hreyft sig.“ Hann segir bróður sinn hafa jákvæðan mann og margir hafi talað um hann sem „ljúfan risa“. Hann hafi jafnframt verið hvetjandi manneskja og þannig ætti hans að vera minnst. Terrence mun ferðast frá New York til Minneapolis og heimsækja staðinn sem bróðir hans lést. Það ætli hann að gera til þess að tengjast bróður sínum á ný. „Ég vil bara finna fyrir anda bróður míns.“
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49