„Bróðir minn vildi frið“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 20:04 Terrence Floyd segir ofbeldi skyggja á tilgang mótmælanna. Hann skilji að fólk sé reitt en ofbeldi og eyðilegging sé ekki svarið. Skjáskot Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. Hins vegar skipti mestu máli að ná fram jákvæðum breytingum, sem verði ekki að veruleika með því að beita ofbeldi og eyðileggingu. Þetta kom fram í viðtali við Terrence í Good Morning America þar sem hann ræddi bróður sinn George Floyd, sem lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með hné sitt á hálsi hans. Eftir dauða George Floyd urðu mikil mótmæli og óeirðir víða í Bandaríkjunum þar sem krafist er réttlætis fyrir Floyd og aðra sem hafa tapað lífi sínu eftir afskipti lögreglu. Hreyfingar á borð við Black Lives Matter hafa kallað eftir breytingum innan lögreglunnar og vilja útrýma kerfislægum rasisma innan hennar. Rest in Power, Beautiful. @BlkLivesMatter honors those we have lost to police violence. #BlackLivesMatter #JusticeforGeorgeFloyd pic.twitter.com/AtqA0YtEOK— Black Lives Matter (@Blklivesmatter) May 29, 2020 „Það er í lagi að vera reiður, en fáið útrás fyrir reiðina með því að gera eitthvað jákvætt eða náið fram breytingum með öðrum hætti því við höfum reynt þessa leið. Reiðin, það að skemma heimabæi ykkar, það er ekki leiðin sem hann hefði viljað fara,“ sagði Terrence. „Bróðir minn vildi frið.“ Hann sagði mikilvægast að fólk myndi kynna sér vandamálið og leiðir til þess að leysa það. Lýðræðið skipti þar miklu máli, að fólk myndi kynna sér hverja það kysi og hvers vegna. „Þannig náum við þeim," bætti hann við. Vill að lögreglumennirnir verði dregnir til ábyrgðar Fórir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum þegar George Floyd lést. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Terrence segist vilja sjá þá alla sæta ábyrgð. „Ég vil að þeim verði öllum refsað fyrir það sem þeir gerðu bróður mínum. Þegar ég sá myndböndin, þá var náunginn ekki aðeins á hálsinum á honum heldur voru þrír lögregluþjónar á bak við bílinn. Hann gat ekki hreyft sig.“ Hann segir bróður sinn hafa jákvæðan mann og margir hafi talað um hann sem „ljúfan risa“. Hann hafi jafnframt verið hvetjandi manneskja og þannig ætti hans að vera minnst. Terrence mun ferðast frá New York til Minneapolis og heimsækja staðinn sem bróðir hans lést. Það ætli hann að gera til þess að tengjast bróður sínum á ný. „Ég vil bara finna fyrir anda bróður míns.“ Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. Hins vegar skipti mestu máli að ná fram jákvæðum breytingum, sem verði ekki að veruleika með því að beita ofbeldi og eyðileggingu. Þetta kom fram í viðtali við Terrence í Good Morning America þar sem hann ræddi bróður sinn George Floyd, sem lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með hné sitt á hálsi hans. Eftir dauða George Floyd urðu mikil mótmæli og óeirðir víða í Bandaríkjunum þar sem krafist er réttlætis fyrir Floyd og aðra sem hafa tapað lífi sínu eftir afskipti lögreglu. Hreyfingar á borð við Black Lives Matter hafa kallað eftir breytingum innan lögreglunnar og vilja útrýma kerfislægum rasisma innan hennar. Rest in Power, Beautiful. @BlkLivesMatter honors those we have lost to police violence. #BlackLivesMatter #JusticeforGeorgeFloyd pic.twitter.com/AtqA0YtEOK— Black Lives Matter (@Blklivesmatter) May 29, 2020 „Það er í lagi að vera reiður, en fáið útrás fyrir reiðina með því að gera eitthvað jákvætt eða náið fram breytingum með öðrum hætti því við höfum reynt þessa leið. Reiðin, það að skemma heimabæi ykkar, það er ekki leiðin sem hann hefði viljað fara,“ sagði Terrence. „Bróðir minn vildi frið.“ Hann sagði mikilvægast að fólk myndi kynna sér vandamálið og leiðir til þess að leysa það. Lýðræðið skipti þar miklu máli, að fólk myndi kynna sér hverja það kysi og hvers vegna. „Þannig náum við þeim," bætti hann við. Vill að lögreglumennirnir verði dregnir til ábyrgðar Fórir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum þegar George Floyd lést. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Terrence segist vilja sjá þá alla sæta ábyrgð. „Ég vil að þeim verði öllum refsað fyrir það sem þeir gerðu bróður mínum. Þegar ég sá myndböndin, þá var náunginn ekki aðeins á hálsinum á honum heldur voru þrír lögregluþjónar á bak við bílinn. Hann gat ekki hreyft sig.“ Hann segir bróður sinn hafa jákvæðan mann og margir hafi talað um hann sem „ljúfan risa“. Hann hafi jafnframt verið hvetjandi manneskja og þannig ætti hans að vera minnst. Terrence mun ferðast frá New York til Minneapolis og heimsækja staðinn sem bróðir hans lést. Það ætli hann að gera til þess að tengjast bróður sínum á ný. „Ég vil bara finna fyrir anda bróður míns.“
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49