Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Andri Eysteinsson skrifar 31. maí 2020 20:12 Þjóðvarðliðið hefur verið kallað út víða í landinu, þar á meðal í Los Angeles þar sem þessi mynd er tekin. Getty/Mario Tama Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. Eftir að myndband fór í dreifingu af dauða George Floyd sem lést eftir afskipti lögreglumannsins Derek Chauvin hófust mótmæli í borginni Minneapolis sem síðar hafa breiðst út um landið allt og einnig til Evrópu. Mótmælin voru í fyrstu friðsamleg en hafa stigmagnast síðustu daga og og hefur lögregla víða undirbúið sig fyrir miklar óeirðir. Lögregla hefur beitt piparúða, gúmmíkúlum, málningarhylkjum og valdi gegn mótmælendum. Þá hefur þjóðvarðliðið einnig brugðist við mótmælunum og lagt lögreglu lið. Víða hafa mótmælendur gripið til þeirra ráða að brjóta rúður og kveikja elda í verslunum og jafnvel í lögreglustöðvum. Þá hefur birst töluverður fjöldi af myndböndum og tístum sem sýna lögreglu handtaka eða beita valdi sínu með öðrum hætti gegn fjölmiðlum á vettvangi. Þá tísti Bandaríkjaforseti, Donald Trump, um fjölmiðla og þátt þeirra í óeirðunum. Sagði forsetinn að fjölmiðlar reyndu hvað þeir gætu til að kynda undir hatri og stjórnleysi, fjölmiðlarnir flyttu falsfréttir og þar væri virkilega slæmt fólk með andstyggilega stefnu. The Lamestream Media is doing everything within their power to foment hatred and anarchy. As long as everybody understands what they are doing, that they are FAKE NEWS and truly bad people with a sick agenda, we can easily work through them to GREATNESS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2020 Forsetinn hefur þá áður tekið afstöðu með lögreglunni og var framferði hans á Twitter gagnrýnt á dögunum þar sem tíst hans var talið upphefja og hvetja til ofbeldis. Tók samfélagsmiðillinn til þess að loka fyrir það ákveðna tíst forsetans. Hér að neðan má sjá hluta Twitterþráðar þar sem tekin hafa verið saman atvik þar sem lögregla hefur beitt valdi gegn fjölmiðlum í uppþotunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum. The other example from last night is a news crew being hit with less lethal rounds from a paintball gun. https://t.co/wap8DRmtyB— Nick Waters (@N_Waters89) May 30, 2020 CBS news crew targeted with less lethal rounds in Minneapolis. Clearly a news crew: you can see the sound boom at the end of the video. https://t.co/z3HFyZvxy5— Nick Waters (@N_Waters89) May 31, 2020 Donald Trump Fjölmiðlar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. Eftir að myndband fór í dreifingu af dauða George Floyd sem lést eftir afskipti lögreglumannsins Derek Chauvin hófust mótmæli í borginni Minneapolis sem síðar hafa breiðst út um landið allt og einnig til Evrópu. Mótmælin voru í fyrstu friðsamleg en hafa stigmagnast síðustu daga og og hefur lögregla víða undirbúið sig fyrir miklar óeirðir. Lögregla hefur beitt piparúða, gúmmíkúlum, málningarhylkjum og valdi gegn mótmælendum. Þá hefur þjóðvarðliðið einnig brugðist við mótmælunum og lagt lögreglu lið. Víða hafa mótmælendur gripið til þeirra ráða að brjóta rúður og kveikja elda í verslunum og jafnvel í lögreglustöðvum. Þá hefur birst töluverður fjöldi af myndböndum og tístum sem sýna lögreglu handtaka eða beita valdi sínu með öðrum hætti gegn fjölmiðlum á vettvangi. Þá tísti Bandaríkjaforseti, Donald Trump, um fjölmiðla og þátt þeirra í óeirðunum. Sagði forsetinn að fjölmiðlar reyndu hvað þeir gætu til að kynda undir hatri og stjórnleysi, fjölmiðlarnir flyttu falsfréttir og þar væri virkilega slæmt fólk með andstyggilega stefnu. The Lamestream Media is doing everything within their power to foment hatred and anarchy. As long as everybody understands what they are doing, that they are FAKE NEWS and truly bad people with a sick agenda, we can easily work through them to GREATNESS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2020 Forsetinn hefur þá áður tekið afstöðu með lögreglunni og var framferði hans á Twitter gagnrýnt á dögunum þar sem tíst hans var talið upphefja og hvetja til ofbeldis. Tók samfélagsmiðillinn til þess að loka fyrir það ákveðna tíst forsetans. Hér að neðan má sjá hluta Twitterþráðar þar sem tekin hafa verið saman atvik þar sem lögregla hefur beitt valdi gegn fjölmiðlum í uppþotunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum. The other example from last night is a news crew being hit with less lethal rounds from a paintball gun. https://t.co/wap8DRmtyB— Nick Waters (@N_Waters89) May 30, 2020 CBS news crew targeted with less lethal rounds in Minneapolis. Clearly a news crew: you can see the sound boom at the end of the video. https://t.co/z3HFyZvxy5— Nick Waters (@N_Waters89) May 31, 2020
Donald Trump Fjölmiðlar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58