Erlent

Rio Tinto biðst afsökunar á að hafa sprengt forsögulega hella

Andri Eysteinsson skrifar
Frá námugreftri Rio Tinto á Tilbara svæðinu.
Frá námugreftri Rio Tinto á Tilbara svæðinu. Vísir/EPA

Námugreftarrisinn Rio Tinto hefur beðist afsökunar á að hafa eyðilaggt 46 þúsund ára gamla hella frumbyggja Vestur-Ástralíu.

Hellarnir sem um ræðir kölluðust Juukan Gorge hellarnir og eru í Pilbara héraði Vestur-Ástralíu, þeir eyðulögðust fyrir viku síðan þegar að Rio Tinto, í samráði við yfirvöld vann að stækkun járnnámu fyrirtækisins.

Í hellunum hafa fundist forsögulegar minjar frá frumbyggjum Ástralíu, þar á meðal belti gert úr mannshári sem talið er 4000 ára gamalt.

Yfirmaður járnnámunnar sem um ræðir, Chris Salisbury, sagði fyrirtækið biðjast afsökunar á sorginni sem fyrirtækið hafi valdið.

Ráðherra málefna frumbyggja í Ástralíu, Ken Wyatt, sagði að það væri óskiljanlegt að sprengingin hefði verið leyfð en bætti þó við að eingöngu væri um mistök að ræða. Í þessu máli væri löggjöfin í raun sökudólgur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.