Íslenski boltinn

Kristall Máni mun spila með Víking í Pepsi Max deildinni í sumar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristall Máni mun ekki leika í hvítu í sumar.
Kristall Máni mun ekki leika í hvítu í sumar. Vísir/Aðsend mynd

Unglingalandsliðsmaðurinn Kristall Máni Ingason mun leika með Víking í Pepsi Max deildinni í sumar. Kristall, sem er uppalinn í Fjölni, verður lánaður til Víkings frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn.

Kristall er aðeins 18 ára gamall og leikur oftast á vængnum eða sem fremsti maður. Þá hefur hann einnig leikið sem hægri bakvörður í U19 ára liði FCK. 

Fótbolti.net staðfesti félagaskiptin fyrr í dag eftir samtal við Harald Haraldsson, formann Víkings.

Kristall hefur spilað 30 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk.  Er hann einn fjölmargra ungra atvinnumanna sem koma til Víkings til að leika undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. 

Kristall er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Víkinga en markvörðurinn Ingvar Jónsson kom heim úr atvinnumennsku. Sömu sögu er að segj aaf Atla Barkarsyni og þá kom Helgi Guðjónsson frá Fram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.