Íslenski boltinn

Willard aftur til Víkings Ó. eftir aðeins nokkra mánuði hjá Fylki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harley Willard skrifaði undir tveggja ára samning við Fylki í byrjun nóvember. Hann náði þó aldrei að spila deildar- eða bikarleik með liðinu.
Harley Willard skrifaði undir tveggja ára samning við Fylki í byrjun nóvember. Hann náði þó aldrei að spila deildar- eða bikarleik með liðinu. mynd/fylkir

Harley Willard er genginn í raðir Víkings Ó. á ný og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Willard lék með Víkingum á síðasta tímabili en samdi svo við Fylki til tveggja ára í byrjun nóvember. Hann stoppaði hins vegar stutt við í Árbænum og er farinn aftur til Ólafsvíkur.

Willard skoraði ellefu mörk með Víkingi í fyrra og var valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni.

Hinn 22 ára Willard var í unglingaakademíu Arsenal og fór svo til Southampton. Hann náði þó aldrei að leika fyrir aðallið Dýrlinganna. Auk Englands og Íslands hefur Willard leikið í Svíþjóð og Kambódíu.

Í fyrra endaði Víkingur í 4. sæti Inkasso-deildarinnar. Eftir tímabilið lét Ejub Purisevic af störfum sem þjálfari liðsins og við tók Jón Páll Pálmason.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.