Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2020 14:51 Hlutabréf í samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook féllu í verði eftir tíst Trump um lokanir eða nýjar reglur í dag. Vísir/Getty Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. Hótanir Trump í garð samfélagsmiðla birtust á Twitter-síðu hans í morgun. Ítrekaði forsetinn þar ásakanir sínar og fleiri bandarískra íhaldsmanna um að samfélagsmiðlafyrirtæki séu hlutdræg gegn þeim án frekari rökstuðnings. „Repúblikönum finnst að samfélagsmiðlar þaggi algerlega niður í röddum íhaldsmanna. Við munum setja strangar reglur eða loka þeim áður við leyfum því nokkru sinni að gerast,“ tísti forseti Bandaríkjanna. Republicans feel that Social Media Platforms totally silence conservatives voices. We will strongly regulate, or close them down, before we can ever allow this to happen. We saw what they attempted to do, and failed, in 2016. We can t let a more sophisticated version of that....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 27, 2020 Hlutabréf Twitter og Facebook lækkuðu í verði eftir tíst Trump, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Forsetinn sakaði fyrirtækin jafnframt um að reyna að hlutast til í forsetakosningunum sem fara fram í nóvember. Tístin sem stjórnendur Twitter töldu að hefðu farið yfir strikið í gær snerust um stoðlausar ásakanir Trump um að póstatkvæðum fylgi víðtæk kosningasvik. Merktu þeir tístin með fyrirvara þar sem fólk var hvatt til að kynna sér staðreyndirnar um póstatkvæði. Vísaði fyrirvarinn í staðreyndavöktun fjölmiðla um að ullyrðingar Trump væru rangar. Fyrr um daginn hafði verið greint frá bréfi Timothy Klausutis, ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tæpum tuttugu árum, til forstjóra Twitter þar sem hann óskaði eftir því að tíst Trump um dauða hennar yrðu fjarlægð. Trump hefur ítrekað tíst stoðlausum samsæriskenningum um að Joe Scarborough, þáttastjórnandi á MSNBC, hefði mögulega myrt Klausutis. Hún vann fyrir skrifstofu Scarborough þegar hún lést. Scarborough hefur verið harður gagnrýnandi Trump í fjölmiðlum. Þau tíst Trump voru þó ekki merkt með fyrirvara Twitter. Trump hefur ítrekað í hótunum við fólk, fyrirtæki og erlendar ríkisstjórnir á samfélagsmiðlum eins og Twitter. Hann hefur einnig dreift lygum og ósannindum en samfélagsmiðlarnir hafa ekki séð ástæðu til að bregðast sérstaklega við fram að þessu.AP/Evan Vucci Gagnrýni úr mörgum áttum Repúblikanar, Trump og fleiri íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa lengi haldið því fram að samfélagsmiðlafyrirtæki dragi taum pólitískra andstæðinga þeirra og dragi á einhvern hátt úr útbreiðslu sjónarmiða hægri manna. „Við vissum alltaf að Sílikondalur myndi gera allt til að hindra og trufla Trump forseta í að koma skilaboðum sínum á framfæri við kjósendur,“ sagði í yfirlýsingu Brad Parscale, kosningarstjóra Trump, þar sem hann vísaði til tæknifyrirtækja í Sílikondalnum í Kaliforníu í gær. Á sama tíma hafa samfélagsmiðlafyrirtækin legið undir gagnrýni fyrir að leyfa alls kyns samsæriskenningum og ósannindum að grassera þar með aðgerðaleysi. Með því að halda í hlutleysi gagnvart efninu á miðlunum hafi fyrirtækin gert rússneskum stjórnvöldum kleift að beita samfélagsmiðlum til þess að standa fyrir meiriháttar áróðursherferð í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Athygli vekur að Trump vísaði óljóst í tístum sínum í dag til þess að samfélagsmiðlafyrirtæki hefðu reynt að beita sér gegn repúblikönum á einhvern hátt fyrir kosningarnar árið 2016. Kosningasigur Trump þá hefur þó að hluta til verið rakinn til hnitmiðaðrar samfélagsmiðlaherferðar framboðsins. Facebook sendi þá framboðum beggja flokka sem aðstoðuðu við samfélagsmiðlastarfsemi þeirra. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur talað fyrir afskiptaleysi af efni sem birtist á samfélagsmiðlinum. Innri rannsókn Facebook leiddi þó í ljós að forritun vefsins leiddi til þess að öfgakenndu efni væri haldið að notendum.Vísir/AP Zuckerberg missti áhugann á að bregðast við sundrandi afli miðilsins Bæði Facebook og Twitter hafa verið treg til að beita sér gegn færslum frá Trump forseta, jafnvel þegar þau virðast brjóta gegn skilmálum þeirra eða vera á mörkum þess að gera það. New York Times segir að aðrir þjóðarleiðtogar hafi ekki notið sama frelsis og Trump. Þannig fjarlægði Twitter tíst frá Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, og Nicolás Maduro, forseta Venesúela, þar sem þeir dreifðu upplýsingum um meint úrræði við kórónuveirunni sem ekkert bendir til að virki. Wall Street Journal greindi frá því í gær að innri rannsókn sem stjórnendum Facebook var kynnt á árunum 2016 til 2018 bendi til þess að algrím miðilsins sem stýra því hvaða efni notendur sjá ali á sundrung með því að vísa þeim á sífellt öfgakenndari skoðanir. Stjórnendur Facebook hafi engu að síður hafnað aðgerðum til þess að bregðast við þessari tilhneigingu en sumar þeirra hefðu getað dregið úr virkni notenda á miðlinum. Þeir hafi meðal annars óttast að vera sakaðir um pólitíska slagsíðu með því að grípa til aðgerða. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hafi jafnframt sagt undirsátum sínum að hann væri að missa áhugann á slíkum breytingum og beðið þá um að leggja þær ekki fyrir hann aftur. Donald Trump Bandaríkin Twitter Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump hunsaði óskir ekkils um frið fyrir samsæriskenningum Óskir ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tveimur áratugum um að Donald Trump hætti að dreifa samsæriskenningum um dauða hennar féllu á dauf eyru hjá Bandaríkjaforseta, framboði hans og blaðafulltrúa Hvíta hússins í gær. 27. maí 2020 11:25 Twitter merkir tíst Trump sem misvísandi Um er að ræða tvö tíst sem snúast um kjörseðla sem sendir eru heim til fólks. 26. maí 2020 23:50 Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna. 26. maí 2020 13:55 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira
Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. Hótanir Trump í garð samfélagsmiðla birtust á Twitter-síðu hans í morgun. Ítrekaði forsetinn þar ásakanir sínar og fleiri bandarískra íhaldsmanna um að samfélagsmiðlafyrirtæki séu hlutdræg gegn þeim án frekari rökstuðnings. „Repúblikönum finnst að samfélagsmiðlar þaggi algerlega niður í röddum íhaldsmanna. Við munum setja strangar reglur eða loka þeim áður við leyfum því nokkru sinni að gerast,“ tísti forseti Bandaríkjanna. Republicans feel that Social Media Platforms totally silence conservatives voices. We will strongly regulate, or close them down, before we can ever allow this to happen. We saw what they attempted to do, and failed, in 2016. We can t let a more sophisticated version of that....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 27, 2020 Hlutabréf Twitter og Facebook lækkuðu í verði eftir tíst Trump, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Forsetinn sakaði fyrirtækin jafnframt um að reyna að hlutast til í forsetakosningunum sem fara fram í nóvember. Tístin sem stjórnendur Twitter töldu að hefðu farið yfir strikið í gær snerust um stoðlausar ásakanir Trump um að póstatkvæðum fylgi víðtæk kosningasvik. Merktu þeir tístin með fyrirvara þar sem fólk var hvatt til að kynna sér staðreyndirnar um póstatkvæði. Vísaði fyrirvarinn í staðreyndavöktun fjölmiðla um að ullyrðingar Trump væru rangar. Fyrr um daginn hafði verið greint frá bréfi Timothy Klausutis, ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tæpum tuttugu árum, til forstjóra Twitter þar sem hann óskaði eftir því að tíst Trump um dauða hennar yrðu fjarlægð. Trump hefur ítrekað tíst stoðlausum samsæriskenningum um að Joe Scarborough, þáttastjórnandi á MSNBC, hefði mögulega myrt Klausutis. Hún vann fyrir skrifstofu Scarborough þegar hún lést. Scarborough hefur verið harður gagnrýnandi Trump í fjölmiðlum. Þau tíst Trump voru þó ekki merkt með fyrirvara Twitter. Trump hefur ítrekað í hótunum við fólk, fyrirtæki og erlendar ríkisstjórnir á samfélagsmiðlum eins og Twitter. Hann hefur einnig dreift lygum og ósannindum en samfélagsmiðlarnir hafa ekki séð ástæðu til að bregðast sérstaklega við fram að þessu.AP/Evan Vucci Gagnrýni úr mörgum áttum Repúblikanar, Trump og fleiri íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa lengi haldið því fram að samfélagsmiðlafyrirtæki dragi taum pólitískra andstæðinga þeirra og dragi á einhvern hátt úr útbreiðslu sjónarmiða hægri manna. „Við vissum alltaf að Sílikondalur myndi gera allt til að hindra og trufla Trump forseta í að koma skilaboðum sínum á framfæri við kjósendur,“ sagði í yfirlýsingu Brad Parscale, kosningarstjóra Trump, þar sem hann vísaði til tæknifyrirtækja í Sílikondalnum í Kaliforníu í gær. Á sama tíma hafa samfélagsmiðlafyrirtækin legið undir gagnrýni fyrir að leyfa alls kyns samsæriskenningum og ósannindum að grassera þar með aðgerðaleysi. Með því að halda í hlutleysi gagnvart efninu á miðlunum hafi fyrirtækin gert rússneskum stjórnvöldum kleift að beita samfélagsmiðlum til þess að standa fyrir meiriháttar áróðursherferð í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Athygli vekur að Trump vísaði óljóst í tístum sínum í dag til þess að samfélagsmiðlafyrirtæki hefðu reynt að beita sér gegn repúblikönum á einhvern hátt fyrir kosningarnar árið 2016. Kosningasigur Trump þá hefur þó að hluta til verið rakinn til hnitmiðaðrar samfélagsmiðlaherferðar framboðsins. Facebook sendi þá framboðum beggja flokka sem aðstoðuðu við samfélagsmiðlastarfsemi þeirra. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur talað fyrir afskiptaleysi af efni sem birtist á samfélagsmiðlinum. Innri rannsókn Facebook leiddi þó í ljós að forritun vefsins leiddi til þess að öfgakenndu efni væri haldið að notendum.Vísir/AP Zuckerberg missti áhugann á að bregðast við sundrandi afli miðilsins Bæði Facebook og Twitter hafa verið treg til að beita sér gegn færslum frá Trump forseta, jafnvel þegar þau virðast brjóta gegn skilmálum þeirra eða vera á mörkum þess að gera það. New York Times segir að aðrir þjóðarleiðtogar hafi ekki notið sama frelsis og Trump. Þannig fjarlægði Twitter tíst frá Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, og Nicolás Maduro, forseta Venesúela, þar sem þeir dreifðu upplýsingum um meint úrræði við kórónuveirunni sem ekkert bendir til að virki. Wall Street Journal greindi frá því í gær að innri rannsókn sem stjórnendum Facebook var kynnt á árunum 2016 til 2018 bendi til þess að algrím miðilsins sem stýra því hvaða efni notendur sjá ali á sundrung með því að vísa þeim á sífellt öfgakenndari skoðanir. Stjórnendur Facebook hafi engu að síður hafnað aðgerðum til þess að bregðast við þessari tilhneigingu en sumar þeirra hefðu getað dregið úr virkni notenda á miðlinum. Þeir hafi meðal annars óttast að vera sakaðir um pólitíska slagsíðu með því að grípa til aðgerða. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hafi jafnframt sagt undirsátum sínum að hann væri að missa áhugann á slíkum breytingum og beðið þá um að leggja þær ekki fyrir hann aftur.
Donald Trump Bandaríkin Twitter Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump hunsaði óskir ekkils um frið fyrir samsæriskenningum Óskir ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tveimur áratugum um að Donald Trump hætti að dreifa samsæriskenningum um dauða hennar féllu á dauf eyru hjá Bandaríkjaforseta, framboði hans og blaðafulltrúa Hvíta hússins í gær. 27. maí 2020 11:25 Twitter merkir tíst Trump sem misvísandi Um er að ræða tvö tíst sem snúast um kjörseðla sem sendir eru heim til fólks. 26. maí 2020 23:50 Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna. 26. maí 2020 13:55 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira
Trump hunsaði óskir ekkils um frið fyrir samsæriskenningum Óskir ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tveimur áratugum um að Donald Trump hætti að dreifa samsæriskenningum um dauða hennar féllu á dauf eyru hjá Bandaríkjaforseta, framboði hans og blaðafulltrúa Hvíta hússins í gær. 27. maí 2020 11:25
Twitter merkir tíst Trump sem misvísandi Um er að ræða tvö tíst sem snúast um kjörseðla sem sendir eru heim til fólks. 26. maí 2020 23:50
Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna. 26. maí 2020 13:55