Forsætisráðherra segir engan þora á spá um farþegafjölda Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2020 11:52 Á góðum degi fóru um fjörtíu þúsund manns um Keflavíkurflugvöll áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Nú er áætlað að farþegafjöldinn geti farið upp í þrjátíu þúsund manns á mánuði í júní og júlí. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir engan treysta sér til að spá fyrir um flugumferð til Íslands eftir þvi sem líður fram á sumarið. Það sé hins vegar jákvætt að Þýskaland hafi ákveðið að opna fyrir flug til landsins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra bíður nú tillagna frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um hvernig staðið skuli að móttöku farþega á Keflavíkurflugvelli eftir að landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Starfshópur skilaði ráðherra skýrslu um málið í gær þar sem mælt er með ýmsum ráðstöfunum varðandi upplýsingagjöf til farþega, skilyrði fyrir komu þeirra til landsins, heimildir til lögreglu til að bregðast við fari farþegar ekki eftir tilmælum og svo framvegis. Sóttvarnarlæknir muni skila tillögum sínum til ráðherra um eða fyrir helgi og í framhaldinu birtir ráðherra ákvörðun sína. Forsætisráðherra segir stöðu mála stöðugt vera að breytast. Það sé jákvætt að Þjóðverjar hafi tilkynnt í gær að þþeir ætli að heimila flug til Íslands frá og með 15. júní.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld munu greiða kostnað við skimun farþega fyrstu tvær vikurnar eftir að landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óvissuna í þessum málum enn mikla. „Eins og staðan er núna eru þetta fimm hundruð sýni á dag. Það er gert ráð fyrir að þau afköst geti farið upp í þúsund frá og með miðjum júlí. Það er líka rætt að hugsanlega þurfi að leita til annarra aðila um eitthvert samstarf um þessa skimun,“ segir Katrín. Þar er átt við Íslenska erfðagreiningu sem hefur frá því faraldurinn kom upp skimað tugi þúsunda manna fyrir kórónuveirunni. Forsætisráðherra minnir á að nú séu þrjár vikur þar til opna eigi landamærin og margt geti breyst á þeim tíma. Í gær hafi þær fréttir til að mynda borist að Þjóðverjar ætli að heimila flug til Íslands. „Sem til að mynda eitt og sér breytir þessari mynd. Þannig að það er enginn sem í raun treystir sér til að spá hver flugumferðin nákvæmlega verður til Íslands eftir því sem líður á sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. En í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að allt að fjörtíu þúsund manns hafi farið dag hvern um Keflavíkurflugvöll fyrir kórónuveirufaraldurinn. En nú er horft til að um þrjátíu þúsund manns gætu farið um flugvöllinn í hverjum mánuði fram á haustið. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið. 22. maí 2020 19:45 „Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. 26. maí 2020 19:55 Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Forsætisráðherra segir engan treysta sér til að spá fyrir um flugumferð til Íslands eftir þvi sem líður fram á sumarið. Það sé hins vegar jákvætt að Þýskaland hafi ákveðið að opna fyrir flug til landsins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra bíður nú tillagna frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um hvernig staðið skuli að móttöku farþega á Keflavíkurflugvelli eftir að landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Starfshópur skilaði ráðherra skýrslu um málið í gær þar sem mælt er með ýmsum ráðstöfunum varðandi upplýsingagjöf til farþega, skilyrði fyrir komu þeirra til landsins, heimildir til lögreglu til að bregðast við fari farþegar ekki eftir tilmælum og svo framvegis. Sóttvarnarlæknir muni skila tillögum sínum til ráðherra um eða fyrir helgi og í framhaldinu birtir ráðherra ákvörðun sína. Forsætisráðherra segir stöðu mála stöðugt vera að breytast. Það sé jákvætt að Þjóðverjar hafi tilkynnt í gær að þþeir ætli að heimila flug til Íslands frá og með 15. júní.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld munu greiða kostnað við skimun farþega fyrstu tvær vikurnar eftir að landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óvissuna í þessum málum enn mikla. „Eins og staðan er núna eru þetta fimm hundruð sýni á dag. Það er gert ráð fyrir að þau afköst geti farið upp í þúsund frá og með miðjum júlí. Það er líka rætt að hugsanlega þurfi að leita til annarra aðila um eitthvert samstarf um þessa skimun,“ segir Katrín. Þar er átt við Íslenska erfðagreiningu sem hefur frá því faraldurinn kom upp skimað tugi þúsunda manna fyrir kórónuveirunni. Forsætisráðherra minnir á að nú séu þrjár vikur þar til opna eigi landamærin og margt geti breyst á þeim tíma. Í gær hafi þær fréttir til að mynda borist að Þjóðverjar ætli að heimila flug til Íslands. „Sem til að mynda eitt og sér breytir þessari mynd. Þannig að það er enginn sem í raun treystir sér til að spá hver flugumferðin nákvæmlega verður til Íslands eftir því sem líður á sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir. En í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að allt að fjörtíu þúsund manns hafi farið dag hvern um Keflavíkurflugvöll fyrir kórónuveirufaraldurinn. En nú er horft til að um þrjátíu þúsund manns gætu farið um flugvöllinn í hverjum mánuði fram á haustið.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið. 22. maí 2020 19:45 „Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. 26. maí 2020 19:55 Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30
Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið. 22. maí 2020 19:45
„Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. 26. maí 2020 19:55
Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30