Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2020 19:30 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Vísir/Vilhelm „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair í Reykjavík síðdegis í dag. Birna sagði stefnt að því að byrja á að fljúga til Berlínar, Frankfurt, Kaupmannahafnar og vonandi Óslóar að því gefnu að opnun landanna fari eins og félagið spáir fyrir um. „Svo vonandi bætast fleiri staðir á þessu svæði við: Stokkhólmur, London, Munchen, Amsterdam og þetta svæði.“ Hún sagði að gert verði bæði ráð fyrir því að Íslendingar fljúgi út sem og að erlendir ferðamenn komi hingað til landsins. „Við finnum alveg að landar okkar eru spenntir að kíkja aðeins til útlanda og vilja byrja kannski svona frekar nálægt heimahögunum. Svo auðvitað erum við í miklu samstarfi um allan heim við ferðaskrifstofur sem eru að flytja ferðamenn til Íslands.“ „Það er nú svo frábært að segja frá því að þar er mikill áhugi. Við erum að koma vel út úr þessari krísu og það er mikið fjallað um það þannig að þeir sem hafa komið með ferðamenn til Íslands og ætluðu að koma með ferðamenn til Íslands eru enn þá með það á sínum plönum,“ sagði Birna. Þá sagði hún enn óljóst hvort fólk þyrfti að fara í sóttkví á áfangastöðunum. „Flestar ríkisstjórnir þessara landa ætla að koma með nánari útfærslur fyrir lok maí. Það sem við erum að hugsa, því þetta breytist svo hratt, að við ætlum að setja upp eins mikið af upplýsingum á okkar síðu og við getum þannig að Íslendingar geti tekið eins upplýsta ákvörðun og hægt er um sín plön.“ „Utanríkisráðuneytið er að gera svipað og leyfir okkur að fylgjast með því sem er að gerast þannig við getum séð hvað er hægt að gera. Það sem við erum líka að safna saman og munum miðla þegar það er komið betur á hreint er hvað er raunverulega að gerast í hverri borg,“ sagði Birna. Hún sagði þá óljóst hve mörgum vélum verði flogið til að byrja með en allar þeirra vélar séu tilbúnar til starfa. „Við erum auðvitað öll sem erum hérna enn þá að vinna að því að fá sem flesta til baka eins hratt og við getum þannig að jú, um leið og við förum að sjá betur inn í það þá vonandi getum við farið að fá okkar góða samstarfsfólk aftur. Icelandair Reykjavík síðdegis Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. 25. maí 2020 13:50 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
„Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair í Reykjavík síðdegis í dag. Birna sagði stefnt að því að byrja á að fljúga til Berlínar, Frankfurt, Kaupmannahafnar og vonandi Óslóar að því gefnu að opnun landanna fari eins og félagið spáir fyrir um. „Svo vonandi bætast fleiri staðir á þessu svæði við: Stokkhólmur, London, Munchen, Amsterdam og þetta svæði.“ Hún sagði að gert verði bæði ráð fyrir því að Íslendingar fljúgi út sem og að erlendir ferðamenn komi hingað til landsins. „Við finnum alveg að landar okkar eru spenntir að kíkja aðeins til útlanda og vilja byrja kannski svona frekar nálægt heimahögunum. Svo auðvitað erum við í miklu samstarfi um allan heim við ferðaskrifstofur sem eru að flytja ferðamenn til Íslands.“ „Það er nú svo frábært að segja frá því að þar er mikill áhugi. Við erum að koma vel út úr þessari krísu og það er mikið fjallað um það þannig að þeir sem hafa komið með ferðamenn til Íslands og ætluðu að koma með ferðamenn til Íslands eru enn þá með það á sínum plönum,“ sagði Birna. Þá sagði hún enn óljóst hvort fólk þyrfti að fara í sóttkví á áfangastöðunum. „Flestar ríkisstjórnir þessara landa ætla að koma með nánari útfærslur fyrir lok maí. Það sem við erum að hugsa, því þetta breytist svo hratt, að við ætlum að setja upp eins mikið af upplýsingum á okkar síðu og við getum þannig að Íslendingar geti tekið eins upplýsta ákvörðun og hægt er um sín plön.“ „Utanríkisráðuneytið er að gera svipað og leyfir okkur að fylgjast með því sem er að gerast þannig við getum séð hvað er hægt að gera. Það sem við erum líka að safna saman og munum miðla þegar það er komið betur á hreint er hvað er raunverulega að gerast í hverri borg,“ sagði Birna. Hún sagði þá óljóst hve mörgum vélum verði flogið til að byrja með en allar þeirra vélar séu tilbúnar til starfa. „Við erum auðvitað öll sem erum hérna enn þá að vinna að því að fá sem flesta til baka eins hratt og við getum þannig að jú, um leið og við förum að sjá betur inn í það þá vonandi getum við farið að fá okkar góða samstarfsfólk aftur.
Icelandair Reykjavík síðdegis Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. 25. maí 2020 13:50 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
„Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. 25. maí 2020 13:50
„Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32