16 dagar í Pepsi Max: Fjórtán verðlaunatímabil FH í röð og Atli Viðar á þrettán gull eða silfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2020 12:00 Atli Viðar Björnsson vann átta gull og fimm silfur á Íslandsmótinu með FH-liðinu frá 2003 til 2016. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 16 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. FH-ingar bættu met KR og Vals sumarið 2015 með því að vinna verðlaun á þrettánda tímabilinu í röð. Lið KR og Vals höfðu náð að vera í verðlaunasæti tólf ár í röð á milli heimsstyrjaldanna þar af voru þau bæði í efstu sætunum í ellefu ár í röð frá 1927 til 1937. FH-liðið endaði á að því að vera í verðlaunasæti á fjórtán tímabilum í röð frá 2003 til 2016. FH varð átta sinnum Íslandsmeistari á þessum tíma og fékk sex silfurverðlaun að auki. FH-ingar náðu að verja Íslandsmeistaratitil sinn fjórum sinnum eða 2005, 2006, 2009 og 2016. FH-liðið féll alls níu fleiri verðlaun en næsta lið á árunum 2003 til 2016 en KR-ingar unnu til fimm verðlauna á Íslandsmótinu á þessum árum. Atli Viðar Björnsson var leikmaður FH öll þessi fjórtán tímabil en var lánaður til 1. deildarliðs Fjölnis sumarið 2007 þegar FH fékk silfur. Atli Viðar vann til verðlaun á Íslandsmóti á þrettán tímabilum með Hafnarfjarðarliðinu. Á þessum þrettán tímabilum var Atli Viðar með 105 mörk í 221 leik. Atli Guðnason spilaði á tólf af þessum fjórtán tímabilum og Freyr Bjarnason var með á ellefu þeirra. Davíð Þór Viðarsson er síðan fjórði leikmaðurinn hjá FH sem náði að vera með á tíu tímabilum eða meira á þessum fjórtán árum. Flest ár í röð í verðlaunasæti í efstu deild: 14 - FH 2003-2016 12 - Valur 1927-1938 12 - KR 1926-1937 8 - Fram 1912-1919 6 - ÍA 1992-1997 6 - Valur 1940-1945 6 - Fram 1921-1926 5 - Valur 1984-1988 5 - ÍA 1957-1961 5 - ÍA 1951-1955 Flest verðlaunatímabil spiluð með FH frá 2003 til 2016: 13 - Atli Viðar Björnsson (8 gull - 5 silfur) 12 - Atli Guðnason (7 gull - 5 silfur) 11 - Freyr Bjarnason (6 gull - 5 silfur) 10 - Davíð Þór Viðarsson (7 gull - 3 silfur) 9 - Ólafur Páll Snorrason (4 gull - 5 silfur) 9 - Pétur Viðarsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Guðmundur Sævarsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Tommy Fredsgaard Nielsen (5 gull - 4 silfur) 8 - Daði Lárusson (5 gull - 3 silfur) 7 - Matthías Vilhjálmsson (4 gull - 3 silfur) Flest verðlaun félaga frá 2003-2016: 14 - FH (8 gull - 6 silfur) 5 - KR (3 gull - 2 silfur) 3 - Breiðablik (1 gull - 2 silfur) 2 - Valur (1 gull - 1 silfur) 2 - Stjarnan (1 gull - 1 silfur) 1 - Keflavík (0 gull - 1 silfur) 1 - ÍBV (0 gull - 1 silfur) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 16 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. FH-ingar bættu met KR og Vals sumarið 2015 með því að vinna verðlaun á þrettánda tímabilinu í röð. Lið KR og Vals höfðu náð að vera í verðlaunasæti tólf ár í röð á milli heimsstyrjaldanna þar af voru þau bæði í efstu sætunum í ellefu ár í röð frá 1927 til 1937. FH-liðið endaði á að því að vera í verðlaunasæti á fjórtán tímabilum í röð frá 2003 til 2016. FH varð átta sinnum Íslandsmeistari á þessum tíma og fékk sex silfurverðlaun að auki. FH-ingar náðu að verja Íslandsmeistaratitil sinn fjórum sinnum eða 2005, 2006, 2009 og 2016. FH-liðið féll alls níu fleiri verðlaun en næsta lið á árunum 2003 til 2016 en KR-ingar unnu til fimm verðlauna á Íslandsmótinu á þessum árum. Atli Viðar Björnsson var leikmaður FH öll þessi fjórtán tímabil en var lánaður til 1. deildarliðs Fjölnis sumarið 2007 þegar FH fékk silfur. Atli Viðar vann til verðlaun á Íslandsmóti á þrettán tímabilum með Hafnarfjarðarliðinu. Á þessum þrettán tímabilum var Atli Viðar með 105 mörk í 221 leik. Atli Guðnason spilaði á tólf af þessum fjórtán tímabilum og Freyr Bjarnason var með á ellefu þeirra. Davíð Þór Viðarsson er síðan fjórði leikmaðurinn hjá FH sem náði að vera með á tíu tímabilum eða meira á þessum fjórtán árum. Flest ár í röð í verðlaunasæti í efstu deild: 14 - FH 2003-2016 12 - Valur 1927-1938 12 - KR 1926-1937 8 - Fram 1912-1919 6 - ÍA 1992-1997 6 - Valur 1940-1945 6 - Fram 1921-1926 5 - Valur 1984-1988 5 - ÍA 1957-1961 5 - ÍA 1951-1955 Flest verðlaunatímabil spiluð með FH frá 2003 til 2016: 13 - Atli Viðar Björnsson (8 gull - 5 silfur) 12 - Atli Guðnason (7 gull - 5 silfur) 11 - Freyr Bjarnason (6 gull - 5 silfur) 10 - Davíð Þór Viðarsson (7 gull - 3 silfur) 9 - Ólafur Páll Snorrason (4 gull - 5 silfur) 9 - Pétur Viðarsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Guðmundur Sævarsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Tommy Fredsgaard Nielsen (5 gull - 4 silfur) 8 - Daði Lárusson (5 gull - 3 silfur) 7 - Matthías Vilhjálmsson (4 gull - 3 silfur) Flest verðlaun félaga frá 2003-2016: 14 - FH (8 gull - 6 silfur) 5 - KR (3 gull - 2 silfur) 3 - Breiðablik (1 gull - 2 silfur) 2 - Valur (1 gull - 1 silfur) 2 - Stjarnan (1 gull - 1 silfur) 1 - Keflavík (0 gull - 1 silfur) 1 - ÍBV (0 gull - 1 silfur)
Flest ár í röð í verðlaunasæti í efstu deild: 14 - FH 2003-2016 12 - Valur 1927-1938 12 - KR 1926-1937 8 - Fram 1912-1919 6 - ÍA 1992-1997 6 - Valur 1940-1945 6 - Fram 1921-1926 5 - Valur 1984-1988 5 - ÍA 1957-1961 5 - ÍA 1951-1955 Flest verðlaunatímabil spiluð með FH frá 2003 til 2016: 13 - Atli Viðar Björnsson (8 gull - 5 silfur) 12 - Atli Guðnason (7 gull - 5 silfur) 11 - Freyr Bjarnason (6 gull - 5 silfur) 10 - Davíð Þór Viðarsson (7 gull - 3 silfur) 9 - Ólafur Páll Snorrason (4 gull - 5 silfur) 9 - Pétur Viðarsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Guðmundur Sævarsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Tommy Fredsgaard Nielsen (5 gull - 4 silfur) 8 - Daði Lárusson (5 gull - 3 silfur) 7 - Matthías Vilhjálmsson (4 gull - 3 silfur) Flest verðlaun félaga frá 2003-2016: 14 - FH (8 gull - 6 silfur) 5 - KR (3 gull - 2 silfur) 3 - Breiðablik (1 gull - 2 silfur) 2 - Valur (1 gull - 1 silfur) 2 - Stjarnan (1 gull - 1 silfur) 1 - Keflavík (0 gull - 1 silfur) 1 - ÍBV (0 gull - 1 silfur)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira