Íslenski boltinn

Helena hætt hjá Fjölni eftir skamma dvöl

Sindri Sverrisson skrifar
Helena Ólafsdóttir hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna síðustu ár og starf hennar í sjónvarpi er í yfirlýsingu Fjölnis sagt ein ástæða þess að hún sé hætt hjá félaginu.
Helena Ólafsdóttir hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna síðustu ár og starf hennar í sjónvarpi er í yfirlýsingu Fjölnis sagt ein ástæða þess að hún sé hætt hjá félaginu. vísir/anton

Helena Ólafsdóttir er hætt sem þjálfari kvennaliðs Fjölnis í fótbolta nú þegar aðeins rúmar þrjár vikur eru í að liðið hefji keppni á nýrri leiktíð í 1. deildinni.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis þar sem segir að stjórnin hafi samþykkt að verða við ósk Helenu um að láta af störfum. Þar segir einnig að vegna annarra verkefna hafi Helena ekki séð fram á að geta sinnt þjálfarastarfinu af fullum krafti í sumar, og tekið fram að Helena hafi til að mynda stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport.

Stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis og meistaraflokksráð kvenna hafa nú hafist handa við að finna eftirmann Helenu, sem tók við Fjölni í nóvember síðastliðnum eftir að hafa síðast þjálfað ÍA á sínum langa þjálfaraferli. Axel Örn Sæmundsson aðstoðarþjálfari mun stýra Fjölnisliðinu tímabundið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.