Samningum rift við barnshafandi leikmenn: „Íþróttakonur eru ótrúlega lítið verndaðar“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 21:00 Sif Atladóttir var orðin mamma þegar hún gegndi lykilhlutverki í vörn Íslands á EM 2017. Hér smellir hún kossi á dóttur sína eftir leik á mótinu. VÍSIR/GETTY Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Kristianstad, er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Hún er ólétt að sínu öðru barni og vill meðal annars stuðla að bættri stöðu knattspyrnukvenna sem eignast börn. Sif benti á það í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag að knattspyrnukonur byggju við mikið óöryggi varðandi það hvort þær gætu haldið áfram hjá sínu félagi eftir fæðingarorlof, og að ljótar sögur væru til af riftun samninga vegna óléttu. „Við sem íþróttakonur erum ótrúlega lítið verndaðar með reglum. Ég er búin að heyra ótrúlega leiðinlegar sögur þar sem að konur segja frá því að þær séu orðnar óléttar og þá er samningum bara rift; „skilaðu þessu og þessu, takk og bless!“ Fyrir mér er þetta ótrúlega sorglegt því að það á ekki að vera neinn endir á neinu að búa til fjölskyldu. Stuðningurinn frá íþróttaheiminum er hins vegar takmarkaður því það veit enginn hver á að taka hvað ábyrgð eða hvaða reglugerðir eiga að grípa inn í. Þetta er viðkvæmt málefni en ef að við horfum bara á það þegar konur voru að fara fyrst út á atvinnumarkaðinn þá komu allar þessar spurningar upp, en við erum svolítið á byrjunarreitnum enn í íþróttaheiminum,“ sagði Sif. Eiga allir að geta snúið til baka eftir að hafa eignast fjölskyldu Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, eignaðist tvíbura í janúar. Hún er leikmaður Djurgården í Svíþjóð og sagði við fótboltavefsíðuna Fotboll Sthlm að hún hefði óttast að fá ekki tækifæri aftur hjá sínu félagi eftir barneignir. „Ég talaði við Guggu í gær og við ræddum þessi mál aðeins. Það skiptir máli hvað þú ert búinn að gera og leggja inn á bankann til þess að sjá hvort að maður sé nógu aðlaðandi til að fá mann til baka. Það skiptir því máli fyrir þann sem er að ráða mann hvað maður er búinn að gera til að sjá hvort það sé þess virði að fá mann til baka. Það er því ákveðin „sortering“ í burtu, sem mér finnst náttúrulega fáránleg. Það eiga allir að geta átt möguleika á að eignast fjölskyldu og koma til baka. Íþróttirnar ganga svolítið út á fjölskyldur, að fá fjölskylduna á völlinn, en þegar maður kíkir á efsta stigið þá erum við ekki margar kvennamegin sem eignumst fjölskyldu og komum til baka,“ sagði Sif en nánar er rætt við hana í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Sif Atla um baráttuna fyrir réttindum fótboltakvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Svíþjóð Sportið í dag Tengdar fréttir Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00 Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Kristianstad, er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Hún er ólétt að sínu öðru barni og vill meðal annars stuðla að bættri stöðu knattspyrnukvenna sem eignast börn. Sif benti á það í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag að knattspyrnukonur byggju við mikið óöryggi varðandi það hvort þær gætu haldið áfram hjá sínu félagi eftir fæðingarorlof, og að ljótar sögur væru til af riftun samninga vegna óléttu. „Við sem íþróttakonur erum ótrúlega lítið verndaðar með reglum. Ég er búin að heyra ótrúlega leiðinlegar sögur þar sem að konur segja frá því að þær séu orðnar óléttar og þá er samningum bara rift; „skilaðu þessu og þessu, takk og bless!“ Fyrir mér er þetta ótrúlega sorglegt því að það á ekki að vera neinn endir á neinu að búa til fjölskyldu. Stuðningurinn frá íþróttaheiminum er hins vegar takmarkaður því það veit enginn hver á að taka hvað ábyrgð eða hvaða reglugerðir eiga að grípa inn í. Þetta er viðkvæmt málefni en ef að við horfum bara á það þegar konur voru að fara fyrst út á atvinnumarkaðinn þá komu allar þessar spurningar upp, en við erum svolítið á byrjunarreitnum enn í íþróttaheiminum,“ sagði Sif. Eiga allir að geta snúið til baka eftir að hafa eignast fjölskyldu Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, eignaðist tvíbura í janúar. Hún er leikmaður Djurgården í Svíþjóð og sagði við fótboltavefsíðuna Fotboll Sthlm að hún hefði óttast að fá ekki tækifæri aftur hjá sínu félagi eftir barneignir. „Ég talaði við Guggu í gær og við ræddum þessi mál aðeins. Það skiptir máli hvað þú ert búinn að gera og leggja inn á bankann til þess að sjá hvort að maður sé nógu aðlaðandi til að fá mann til baka. Það skiptir því máli fyrir þann sem er að ráða mann hvað maður er búinn að gera til að sjá hvort það sé þess virði að fá mann til baka. Það er því ákveðin „sortering“ í burtu, sem mér finnst náttúrulega fáránleg. Það eiga allir að geta átt möguleika á að eignast fjölskyldu og koma til baka. Íþróttirnar ganga svolítið út á fjölskyldur, að fá fjölskylduna á völlinn, en þegar maður kíkir á efsta stigið þá erum við ekki margar kvennamegin sem eignumst fjölskyldu og komum til baka,“ sagði Sif en nánar er rætt við hana í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Sif Atla um baráttuna fyrir réttindum fótboltakvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Svíþjóð Sportið í dag Tengdar fréttir Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00 Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00
Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00