Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 09:00 Sif Atladóttir með Sólveigu dóttur sinni eftir leik hjá íslenska landsliðinu í úrslitakeppni EM kvenna í Hollandi árið 2017. Getty/Maja Hitij Íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir var á dögunum kosin inn í stjórn sænsku leikmannasamtakanna og berst nú meðal annars fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna. Sif Atladóttir var kosin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna á fjarfundi 18. maí síðastliðinn en hún kom inn fyrir hönd sænsku kvennadeildarinnar. Á sama tíma voru tekin inn þau Stefan Karlsson og Caroline Seger, Stefan fyrir Superettan en Caroline sem fulltrúi sænsku landsliðanna. Fyrir í samtökunum voru meðal annars formaðurinn Anders Jemail, varaformaðurinn Caroline Jönsson og goðsögnin Henrik Larsson. https://t.co/PJNIAvglaB— Spelarföreningen (@Spelarforening) May 21, 2020 Sif Atladóttir var ekki lengi að láta til sín taka eins og sést á viðtali hennar við sænska blaðið Expressen en þar talar hún um réttindi þungaðra knattspyrnukvenna. „Núna þegar ég er orðin aðeins eldri þá hef ég öðlast aðeins öðruvísi sýn á hvaða hlutir það séu sem þurfa að breytast," segir Sif sem verður ekki með Kristianstad á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni. Horfir til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta Sif horfir sérstaklega til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta en þar búin til ný og brautryðjandi reglugerð í október árið 2018 sem styður við bakið á þunguðum konum og mæðrum. Samkvæmt henni þá fá verðandi mæður aðstoð og halda launum sínum. Það er ekkert slíkt til í Svíþjóð eins og Sif þarf nú að finna á eigin skinni. „Eins og ég skil þetta þá fá allir leikmenn meðlag og vernd með þessari reglugerð. Þær halda launum sínum og þeir leikmenn sem þurfa hjálp með þær ganga með barn, fá hana," sagði Sif. „Ég á sjálf eina dóttir og ég veit að leikmannasamtökin hafa velt þessu fyrir sér hér áður þá hefur þetta ekki verið rætt nógu mikið opinberlega. Kvennaíþróttir eru að stækka og þarf að þróast eins og með allt annað í lífinu," sagði Sif við blaðmann Expressen. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar „Þetta fer allt eftir því með hvaða félagi þú ert að spila og hvernig leikmaðurinn gengur að borðinu. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar en flest félögin eru með viljann til að hjálpa," sagði Sif. „Það er ekki beint til einhver bæklingur um þetta til að hjálpa klúbbunum. Þetta var ótrúlegt framfaraskref í körfuboltanum í Bandaríkjunum og slík reglugerð er eitthvað sem vantar í kvennaíþróttir og ekki bara í fóboltanum," sagði Sif í þessum athyglisverða viðtali í Expressen. Sif Atla í stjórn í Svíþjóð - Vill betri réttindi fyrir þungaðar konur https://t.co/eCnBgALxZM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 25, 2020 Sif ákvað sjálf til öryggis að vera í sóttkví eftir að kórónufaraldurinn fór á flug. „Ég hef ekkert verið í kringum klúbbinn í tvo mánuði af því að ég ákvað að fara sjálf í sóttkví. Ég hef kannski hitt hina leikmennina fjórum sinnum á þessum tíma," sagði Sif. Ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði „Það hefur því verið svolítið erfitt andlega því ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði þó ég geti ekki verið inn á vellinum. Ég vil vera þarna til að styðja þær," sagði Sif sem þekkir það sjálf hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. „Það þarf margt að ganga upp til að maður geti komið aftur. Það er allt önnur staða fyrir knattspyrnukonu en knattspyrnukarl að verða foreldri. Bæði líkaminn og hausinn þurfa að vera tilbúnir," sagði Sif og hélt áfram: „Stóra áskorunin er að við höfum margar hæfileikaríkar íþróttakonur sem þurfa að slökkva á ástríðu sinni fyrir íþróttinni af því að það er svo erfitt að sameina foreldrahlutverkið og íþróttirnar," sagði Sif og hún ætlar að láta til sín taka til að breyta því. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir var á dögunum kosin inn í stjórn sænsku leikmannasamtakanna og berst nú meðal annars fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna. Sif Atladóttir var kosin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna á fjarfundi 18. maí síðastliðinn en hún kom inn fyrir hönd sænsku kvennadeildarinnar. Á sama tíma voru tekin inn þau Stefan Karlsson og Caroline Seger, Stefan fyrir Superettan en Caroline sem fulltrúi sænsku landsliðanna. Fyrir í samtökunum voru meðal annars formaðurinn Anders Jemail, varaformaðurinn Caroline Jönsson og goðsögnin Henrik Larsson. https://t.co/PJNIAvglaB— Spelarföreningen (@Spelarforening) May 21, 2020 Sif Atladóttir var ekki lengi að láta til sín taka eins og sést á viðtali hennar við sænska blaðið Expressen en þar talar hún um réttindi þungaðra knattspyrnukvenna. „Núna þegar ég er orðin aðeins eldri þá hef ég öðlast aðeins öðruvísi sýn á hvaða hlutir það séu sem þurfa að breytast," segir Sif sem verður ekki með Kristianstad á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni. Horfir til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta Sif horfir sérstaklega til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta en þar búin til ný og brautryðjandi reglugerð í október árið 2018 sem styður við bakið á þunguðum konum og mæðrum. Samkvæmt henni þá fá verðandi mæður aðstoð og halda launum sínum. Það er ekkert slíkt til í Svíþjóð eins og Sif þarf nú að finna á eigin skinni. „Eins og ég skil þetta þá fá allir leikmenn meðlag og vernd með þessari reglugerð. Þær halda launum sínum og þeir leikmenn sem þurfa hjálp með þær ganga með barn, fá hana," sagði Sif. „Ég á sjálf eina dóttir og ég veit að leikmannasamtökin hafa velt þessu fyrir sér hér áður þá hefur þetta ekki verið rætt nógu mikið opinberlega. Kvennaíþróttir eru að stækka og þarf að þróast eins og með allt annað í lífinu," sagði Sif við blaðmann Expressen. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar „Þetta fer allt eftir því með hvaða félagi þú ert að spila og hvernig leikmaðurinn gengur að borðinu. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar en flest félögin eru með viljann til að hjálpa," sagði Sif. „Það er ekki beint til einhver bæklingur um þetta til að hjálpa klúbbunum. Þetta var ótrúlegt framfaraskref í körfuboltanum í Bandaríkjunum og slík reglugerð er eitthvað sem vantar í kvennaíþróttir og ekki bara í fóboltanum," sagði Sif í þessum athyglisverða viðtali í Expressen. Sif Atla í stjórn í Svíþjóð - Vill betri réttindi fyrir þungaðar konur https://t.co/eCnBgALxZM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 25, 2020 Sif ákvað sjálf til öryggis að vera í sóttkví eftir að kórónufaraldurinn fór á flug. „Ég hef ekkert verið í kringum klúbbinn í tvo mánuði af því að ég ákvað að fara sjálf í sóttkví. Ég hef kannski hitt hina leikmennina fjórum sinnum á þessum tíma," sagði Sif. Ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði „Það hefur því verið svolítið erfitt andlega því ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði þó ég geti ekki verið inn á vellinum. Ég vil vera þarna til að styðja þær," sagði Sif sem þekkir það sjálf hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. „Það þarf margt að ganga upp til að maður geti komið aftur. Það er allt önnur staða fyrir knattspyrnukonu en knattspyrnukarl að verða foreldri. Bæði líkaminn og hausinn þurfa að vera tilbúnir," sagði Sif og hélt áfram: „Stóra áskorunin er að við höfum margar hæfileikaríkar íþróttakonur sem þurfa að slökkva á ástríðu sinni fyrir íþróttinni af því að það er svo erfitt að sameina foreldrahlutverkið og íþróttirnar," sagði Sif og hún ætlar að láta til sín taka til að breyta því.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira