Íslenski boltinn

Pétur hættur við að hætta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pétur Viðarsson hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með FH.
Pétur Viðarsson hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með FH. vísir/bára

Pétur Viðarsson er hættur við að hætta og mun spila með FH í sumar. Hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en hefur snúist hugur og FH-ingar munu því njóta krafta hans á komandi tímabili.

Pétur, sem er 32 ára, hefur leikið með FH allan sinn feril fyrir utan tímabilið 2008 þegar hann lék með Víkingi R.

Á síðasta tímabili lék Pétur nítján leiki í Pepsi Max-deild karla þar sem FH endaði í 3. sæti.

Pétur hefur alls leikið 176 leiki í efstu deild og skorað fimm mörk. Hann hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Fimfélaginu.

FH mætir HK í fyrsta leik sínum í Pepsi Max-deild karla laugardaginn 13. maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.