Íslenski boltinn

Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Myndin sem birtist á vef Puma í morgun en virðist nú hafa verið fjarlægð.
Myndin sem birtist á vef Puma í morgun en virðist nú hafa verið fjarlægð. puma

Svo virðist sem Puma hafi óvart lekið nýjum búningi íslensku landsliðanna í fótbolta, sem og nýju landsliðsmerki KSÍ.

Glöggur netverji rak augun í mynd af nýja búningnum og skellti á Twitter. Hann má sjá hér fyrir neðan.

Fyrr í morgun var greint frá því að KSÍ hefði gert sex ára samning við Puma um að framleiða landsliðstreyjur Íslands.

Samningurinn tekur gildi 1. júlí. Þar með lýkur nítján ára samstarfi KSÍ og Errea.

Kynna átti nýtt landsliðsmerki Íslands í lok júní. Puma virðist hins vegar hafa tekið forskot á sæluna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.