Ásökunum um „siðspillt“ líferni rignir yfir fyrirsætu sem lést í flugslysi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2020 08:54 Zara Abid var farsæl fyrirsæta, sem pakistanskur tískuheimur minnist með hlýju. Instagram Pakistönsk fyrirsæta, sem talin er hafa farist í flugslysi í Pakistan í síðustu viku, sætir nú eftir andlátið miklu aðkasti á samfélagsmiðlum. Reikningum hennar á hinum ýmsum miðlum hefur verið lokað eftir að nettröll úr íhaldssömu samfélagi pakistanskra múslima létu rigna yfir hana ásökunum um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Fyrirsætan hét Zara Abid og var 28 ára. Samkvæmt farþegaskrá og frásögnum vina hennar var hún um borð í farþegaþotu flugfélagsins Pakistan International Airlines sem hrapaði í pakistönsku borginni Karachi á föstudag. Alls voru 99 um borð og fórust allir, utan tvo menn sem verið hafa til frásagnar um slysið. Fyrstu fregnir hermdu að Abid hefði komist lífs af úr slysinu. Bróðir hennar sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þrábað netverja að hætta að dreifa „falsfréttum“ af slysinu. Abid átti að baki afar farsælan feril sem fyrirsæta í heimalandi sínu og starfaði fyrir nokkur stærstu fatamerki Pakistan á meðan hún lifði. Þá var hún valin „besta kvenfyrirsætan“ á hinni pakistönsku Hum Style-verðlaunahátíð í janúar síðastliðnum. Þegar fréttir tóku að berast af því að Abid hefði verið um borð í flugvélinni sem hrapaði á föstudag birtu íhaldssamir öfgamenn athugasemdir í hundruðatali við færslur hennar á samfélagsmiðlum. Þeir drógu trúrækni Abid, sem var íslamstrúar, í efa og sökuðu hana um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Athugasemdirnar voru einkum skrifaðar við myndir af Abid klæddri í fatnað sem telst efnislítill í Pakistan. Umrædd nettröll endurbirtu jafnframt slíkar myndir á samfélagsmiðlum og fordæmdu „siðlausa“ hegðun Abid. you on the other hand have done an excellent job of showing your brain part to all of us https://t.co/uiE41uhqHg— Mira Sethi (@sethimirajee) May 23, 2020 Konur eiga víða erfitt uppdráttar í Pakistan, í það minnsta þeim hluta samfélagsins sem fylgir íhaldssömustu gildum íslamstrúar. Þar er lögð áhersla á að konur hylji sig og hafi sig lítið frammi. Abid lifði þó og hrærðist í frjálslegra samfélagi fyrirsæta, hönnuða og leikara, sem mörg hver minntust hennar með hlýju og söknuði á samfélagsmiðlum. Pakistan Tengdar fréttir Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. 23. maí 2020 22:32 97 létust í flugslysinu Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið. 23. maí 2020 17:38 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Pakistönsk fyrirsæta, sem talin er hafa farist í flugslysi í Pakistan í síðustu viku, sætir nú eftir andlátið miklu aðkasti á samfélagsmiðlum. Reikningum hennar á hinum ýmsum miðlum hefur verið lokað eftir að nettröll úr íhaldssömu samfélagi pakistanskra múslima létu rigna yfir hana ásökunum um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Fyrirsætan hét Zara Abid og var 28 ára. Samkvæmt farþegaskrá og frásögnum vina hennar var hún um borð í farþegaþotu flugfélagsins Pakistan International Airlines sem hrapaði í pakistönsku borginni Karachi á föstudag. Alls voru 99 um borð og fórust allir, utan tvo menn sem verið hafa til frásagnar um slysið. Fyrstu fregnir hermdu að Abid hefði komist lífs af úr slysinu. Bróðir hennar sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þrábað netverja að hætta að dreifa „falsfréttum“ af slysinu. Abid átti að baki afar farsælan feril sem fyrirsæta í heimalandi sínu og starfaði fyrir nokkur stærstu fatamerki Pakistan á meðan hún lifði. Þá var hún valin „besta kvenfyrirsætan“ á hinni pakistönsku Hum Style-verðlaunahátíð í janúar síðastliðnum. Þegar fréttir tóku að berast af því að Abid hefði verið um borð í flugvélinni sem hrapaði á föstudag birtu íhaldssamir öfgamenn athugasemdir í hundruðatali við færslur hennar á samfélagsmiðlum. Þeir drógu trúrækni Abid, sem var íslamstrúar, í efa og sökuðu hana um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Athugasemdirnar voru einkum skrifaðar við myndir af Abid klæddri í fatnað sem telst efnislítill í Pakistan. Umrædd nettröll endurbirtu jafnframt slíkar myndir á samfélagsmiðlum og fordæmdu „siðlausa“ hegðun Abid. you on the other hand have done an excellent job of showing your brain part to all of us https://t.co/uiE41uhqHg— Mira Sethi (@sethimirajee) May 23, 2020 Konur eiga víða erfitt uppdráttar í Pakistan, í það minnsta þeim hluta samfélagsins sem fylgir íhaldssömustu gildum íslamstrúar. Þar er lögð áhersla á að konur hylji sig og hafi sig lítið frammi. Abid lifði þó og hrærðist í frjálslegra samfélagi fyrirsæta, hönnuða og leikara, sem mörg hver minntust hennar með hlýju og söknuði á samfélagsmiðlum.
Pakistan Tengdar fréttir Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. 23. maí 2020 22:32 97 létust í flugslysinu Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið. 23. maí 2020 17:38 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. 23. maí 2020 22:32
97 létust í flugslysinu Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið. 23. maí 2020 17:38