Lífverðir forsetans eyða fúlgum fjár í klúbbum hans og hótelum Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 14:28 Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur varið fúlgum fjár í leigu og veitingar á eignum Donald Trump, forseta, frá því hann tók við embætti. Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. Þá rukka fyrirtækin ríkið jafnvel þó Trump sjálfur haldi ekki til í umræddum klúbbum og hótelum og herbergin séu ekki í notkun. Það er þvert á yfirlýsingar Trump og sona hans um að fyrirtæki fjölskyldunnar græði ekki á ríkinu á meðan Trump er forseti. Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. Í kosningabaráttunni sagði forsetinn að ef hann yrði kjörinn hefði hann ekki tíma til að ferðast en hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, verulega fyrir að spila golf af og til. Þrátt fyrir það hefur Trump varið minnst 342 dögum í klúbbum sínum og hótelum. Það samsvarar um þriðjungi af forsetatíð hans og hefur leitt til mikils kostnaðar hjá lífvarðasveit forsetans, sem að miklu leyti rennur í vasa forsetans sjálfs. Skjöl sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir sýna fram á að ríkið hefur greitt um tæplega hálfa milljón dala til fyrirtækja Trump. Skjölin ná þó eingöngu yfir smávægilegan hluta tímabilsins sem Trump hefur setið í embætti forseta og er heildarupphæðin líklegast mun hærri. Samkvæmt lögum á lífvarðasveitin að tilkynna þinginu tvisvar á ári hve miklu opinberu fé er varið í að tryggja öryggi forsetans. Á síðustu þremur árum hefur þó einungis tveimur af sex skýrslum þar að lútandi verið skilað til þingsins. Lífvarðasveitin segir það vera vegna þess að mikilvægir starfsmenn hafi hætt og enginn hafi tekið við störfum þeirra. Í þeim tveimur skýrslum sem skilað hefur verið til þingsins, hefur þó ekkert staðið um það hve miklu hefur verið eytt hjá fyrirtækjum forsetans. Vilja ekki veita upplýsingar fyrr en eftir kosningar Þingmenn Demókrataflokksins hafa farið fram á að fá upplýsingar um kostnað lífvarðasveitarinnar. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, segist þó ekki vilja afhenda slíkar upplýsingar fyrr en í desember á þessu ári. Eftir forsetakosningarnar í nóvember. „Þeir hafa staðið í vegi okkar,“ sagði þingmaðurinn Tom Udall. „Hann er að reyna að fela upplýsingarnar fyrir almenningi, því hann veit hve illa þetta lítur út. Það er sannleikurinn. Hann er milljarðamæringur en við eyðum milljónum dala í að styðja einkafyrirtæki hans.“ Í yfirlýsingu til Washington Post sagði Eric Trump að fyrirtæki forsetans leigði herbergi og hús til ríkisins á kostnaðarverði. Hann sagði sömuleiðis að fyrirtækið myndi græða meira á því að leigja öðrum aðilum. Hann vildi þó ekki útskýra hvernig „kostnaðarverð“ væri áætlað. Gögn frá fyrstu ferð forsetans til klúbbs síns í Bedminster í febrúar 2017 sýna að ríkið var rukkað um 650 dali fyrir hvert herbergi, af þremur sem voru leigð. Það var rúmlega þrefalt hámarkið sem sett er á opinbera starfsmenn, (182 dalir) en lífvarðasveitin er undanskilin þeim reglum, og mun meira en meðlimir klúbbsins sem rukkaðir voru um 520 til 546 dali fyrir herbergi. Gögn Washington Post sýna einnig að um haustið 2017 leigði lífvarðasveitin hús í eigu Trump nærri klúbbi hans í Bedminster, New Jersey. Leiguverðið var 17 þúsund dalir á mánuði, sem er mun hærra en sambærileg hús voru leigð á á svæðinu. Hæsta leiguverðið sem fannst fyrir sambærilegt hús var 8.500 dalir á mánuði. Heimildarmenn Washington Post segja lífvarðasveitina hafa notað húsið út árið 2018. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur varið fúlgum fjár í leigu og veitingar á eignum Donald Trump, forseta, frá því hann tók við embætti. Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. Þá rukka fyrirtækin ríkið jafnvel þó Trump sjálfur haldi ekki til í umræddum klúbbum og hótelum og herbergin séu ekki í notkun. Það er þvert á yfirlýsingar Trump og sona hans um að fyrirtæki fjölskyldunnar græði ekki á ríkinu á meðan Trump er forseti. Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. Í kosningabaráttunni sagði forsetinn að ef hann yrði kjörinn hefði hann ekki tíma til að ferðast en hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, verulega fyrir að spila golf af og til. Þrátt fyrir það hefur Trump varið minnst 342 dögum í klúbbum sínum og hótelum. Það samsvarar um þriðjungi af forsetatíð hans og hefur leitt til mikils kostnaðar hjá lífvarðasveit forsetans, sem að miklu leyti rennur í vasa forsetans sjálfs. Skjöl sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir sýna fram á að ríkið hefur greitt um tæplega hálfa milljón dala til fyrirtækja Trump. Skjölin ná þó eingöngu yfir smávægilegan hluta tímabilsins sem Trump hefur setið í embætti forseta og er heildarupphæðin líklegast mun hærri. Samkvæmt lögum á lífvarðasveitin að tilkynna þinginu tvisvar á ári hve miklu opinberu fé er varið í að tryggja öryggi forsetans. Á síðustu þremur árum hefur þó einungis tveimur af sex skýrslum þar að lútandi verið skilað til þingsins. Lífvarðasveitin segir það vera vegna þess að mikilvægir starfsmenn hafi hætt og enginn hafi tekið við störfum þeirra. Í þeim tveimur skýrslum sem skilað hefur verið til þingsins, hefur þó ekkert staðið um það hve miklu hefur verið eytt hjá fyrirtækjum forsetans. Vilja ekki veita upplýsingar fyrr en eftir kosningar Þingmenn Demókrataflokksins hafa farið fram á að fá upplýsingar um kostnað lífvarðasveitarinnar. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, segist þó ekki vilja afhenda slíkar upplýsingar fyrr en í desember á þessu ári. Eftir forsetakosningarnar í nóvember. „Þeir hafa staðið í vegi okkar,“ sagði þingmaðurinn Tom Udall. „Hann er að reyna að fela upplýsingarnar fyrir almenningi, því hann veit hve illa þetta lítur út. Það er sannleikurinn. Hann er milljarðamæringur en við eyðum milljónum dala í að styðja einkafyrirtæki hans.“ Í yfirlýsingu til Washington Post sagði Eric Trump að fyrirtæki forsetans leigði herbergi og hús til ríkisins á kostnaðarverði. Hann sagði sömuleiðis að fyrirtækið myndi græða meira á því að leigja öðrum aðilum. Hann vildi þó ekki útskýra hvernig „kostnaðarverð“ væri áætlað. Gögn frá fyrstu ferð forsetans til klúbbs síns í Bedminster í febrúar 2017 sýna að ríkið var rukkað um 650 dali fyrir hvert herbergi, af þremur sem voru leigð. Það var rúmlega þrefalt hámarkið sem sett er á opinbera starfsmenn, (182 dalir) en lífvarðasveitin er undanskilin þeim reglum, og mun meira en meðlimir klúbbsins sem rukkaðir voru um 520 til 546 dali fyrir herbergi. Gögn Washington Post sýna einnig að um haustið 2017 leigði lífvarðasveitin hús í eigu Trump nærri klúbbi hans í Bedminster, New Jersey. Leiguverðið var 17 þúsund dalir á mánuði, sem er mun hærra en sambærileg hús voru leigð á á svæðinu. Hæsta leiguverðið sem fannst fyrir sambærilegt hús var 8.500 dalir á mánuði. Heimildarmenn Washington Post segja lífvarðasveitina hafa notað húsið út árið 2018.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira