Hunangsflugum fækkar mikið vegna loftslagsbreytinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 15:30 Hunangsflugur gegna mikilvægu hlutverki í náttúrunni við að fræva plöntur. vísir/getty Hunangsflugum fer mjög fækkandi bæði í Evrópu og Norður-Ameríku samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í vikunni í vísindatímaritinu Science. Ástæðan fyrir fækkuninni er heitara loftslag og meiri öfgar í hitastigi en vísindamennirnir rannsökuðu gögn sem hefur verið safnað síðustu 115 ár og ná til 66 tegunda af hunangsflugum. Hunangsflugur gegna lykilhlutverki í því að fræva til dæmis tómatplöntur, berjaplöntur og graskersplöntur, en rannsóknin bendir til þess að líkurnar á því að hunangsflugutegund lifi af á hverju svæði fyrir sig hafi minnkað um þrjátíu prósent á tímabili sem spannar eina kynslóð manna. Hröð fækkun flugnanna bendir til fjöldaútdauða Vísindamennirnir segja að hröð fækkun flugnanna bendi til fjöldaútdauða. Fjöldaútdauði er skyndileg fækkun og útdauði margra tegunda yfir stuttan tíma, til dæmis af völdum náttúruhamfara eða, eins og í þessu tilfelli, vegna loftslagsbreytinga. Fjallað er um málið á vef Guardian og rætt við doktorsnema við háskólann í Ottawa, Peter Soroye, einn aðalrannsakandann. „Við komumst að því að fjöldi hunangsflugna fór fækkandi á svæðum þar sem hitinn hafði hækkað. Ef fækkunin verður jafn hröð og verið hefur munu margar af þessum tegundum verða alveg horfnar eftir fáeina áratugi,“ segir Soroye. „Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar hafa haft nú þegar á fækkun hunangsflugna. Niðurstöður okkar benda til þess að mun meiri fækkun sé líkleg á næstu árum ef loftslagsbreytingar verða hraðari. Þetta sýnir að við þurfum að leggja hart að okkur til að draga úr loftslagsbreytingum ef við viljum varðveita fjölbreytileika hunangsflugna,“ segir Dr Tim Newbold hjá rannsóknarsetri University College London um líffræðilegan fjölbreytileika og umhverfið. Rannsakendurnir segja að rannsóknaraðferðir þeirra geti nýst til þess að spá fyrir um áhættuna á útrýmingu tegunda og skilgreina þau svæði þar sem grípa þarf til ráðstafana til verndar tegundum í útrýmingarhættu. „Þegar allt kemur til alls þurfum við að takast á við loftslagsbreytingarnar sjálfar og allt sem við gerum til þess að draga úr útblæstri hjálpar,“ segir Jeremy Kerr, prófessor við háskólann í Ottawa og sá sem leiddi rannsóknina. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Sjá meira
Hunangsflugum fer mjög fækkandi bæði í Evrópu og Norður-Ameríku samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í vikunni í vísindatímaritinu Science. Ástæðan fyrir fækkuninni er heitara loftslag og meiri öfgar í hitastigi en vísindamennirnir rannsökuðu gögn sem hefur verið safnað síðustu 115 ár og ná til 66 tegunda af hunangsflugum. Hunangsflugur gegna lykilhlutverki í því að fræva til dæmis tómatplöntur, berjaplöntur og graskersplöntur, en rannsóknin bendir til þess að líkurnar á því að hunangsflugutegund lifi af á hverju svæði fyrir sig hafi minnkað um þrjátíu prósent á tímabili sem spannar eina kynslóð manna. Hröð fækkun flugnanna bendir til fjöldaútdauða Vísindamennirnir segja að hröð fækkun flugnanna bendi til fjöldaútdauða. Fjöldaútdauði er skyndileg fækkun og útdauði margra tegunda yfir stuttan tíma, til dæmis af völdum náttúruhamfara eða, eins og í þessu tilfelli, vegna loftslagsbreytinga. Fjallað er um málið á vef Guardian og rætt við doktorsnema við háskólann í Ottawa, Peter Soroye, einn aðalrannsakandann. „Við komumst að því að fjöldi hunangsflugna fór fækkandi á svæðum þar sem hitinn hafði hækkað. Ef fækkunin verður jafn hröð og verið hefur munu margar af þessum tegundum verða alveg horfnar eftir fáeina áratugi,“ segir Soroye. „Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar hafa haft nú þegar á fækkun hunangsflugna. Niðurstöður okkar benda til þess að mun meiri fækkun sé líkleg á næstu árum ef loftslagsbreytingar verða hraðari. Þetta sýnir að við þurfum að leggja hart að okkur til að draga úr loftslagsbreytingum ef við viljum varðveita fjölbreytileika hunangsflugna,“ segir Dr Tim Newbold hjá rannsóknarsetri University College London um líffræðilegan fjölbreytileika og umhverfið. Rannsakendurnir segja að rannsóknaraðferðir þeirra geti nýst til þess að spá fyrir um áhættuna á útrýmingu tegunda og skilgreina þau svæði þar sem grípa þarf til ráðstafana til verndar tegundum í útrýmingarhættu. „Þegar allt kemur til alls þurfum við að takast á við loftslagsbreytingarnar sjálfar og allt sem við gerum til þess að draga úr útblæstri hjálpar,“ segir Jeremy Kerr, prófessor við háskólann í Ottawa og sá sem leiddi rannsóknina.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“