Bjartsýn á framhaldið og tilbúin að halda áfram með lífið Sylvía Hall skrifar 24. maí 2020 23:52 Sólrúnu Öldu Waldorff var bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð í október á síðasta ári. Skjáskot af vef RÚV „Ég fór að sofa í íbúðinni hjá kærastanum mínum og ég man eiginlega ekkert meira þar til ég vakna rúmum mánuði síðar í spítalarúmi í Svíþjóð. Og þar með byrjar allt.“ Þetta segir Sólrún Alda Waldorff um það sem tók við eftir bruna í Mávahlíð í október á síðasta ári. Sólrún er 23 ára gömul, en henni var bjargað út úr brennandi íbúðinni eftir að mikill eldur kviknaði í íbúðinni. Brennandi pottur féll á gólfið með þeim afleiðingum að logandi olía helltist úr og breiddist um íbúðina. Rætt var við Sólrúnu í kvöldfréttum RÚV. Sólrún var í íbúðinni ásamt kærasta sínum Rahmon Anvarov sem bjó í íbúðinni. Eigandi íbúðarinnar var einnig í íbúðinni en hann komst sjálfur út. Sólrún og Rahmon voru bæði sofandi þegar eldurinn kom upp. „Það var stöðugt verið að reyna að segja mér hvar ég væri, hvað hefði gerst – svo maður rosalega hræddur. Maður skildi þetta bara ekki,“ segir Sólrún í viðtalinu á RÚV. Bæði Sólrún og Rahmon brenndust alvarlega en Sólrúnu var haldið sofandi í þrjár vikur. Ákveðið var að flytja hana á brunadeild sjúkrahússins í Linköping í Svíþjóð. Skömmu eftir komuna til Svíþjóðar féllu lungu hennar saman, en hún hafði verið stöðug í fluginu. Hún var í bráðri lífshættu allan tímann en hún var með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama síns. Bati Sólrúnar er sagður undraverður. Læknar óttuðust að hún væri með heilaskaða eftir brunann og hún væri lömuð á annarri hlið líkamans. Mikill viljastyrkur Sólrúnar kom í ljós og hún hafi verið ákveðinn í því að ná skjótum bata. Hún lýsir því hvernig hún tók fyrstu skrefin eftir brunann og hversu mikill léttir fylgdi því í ítarlegu viðtali á vef RÚV. Fréttin var síðast uppfærð 29. maí. Slökkvilið Reykjavík Bruni í Mávahlíð Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
„Ég fór að sofa í íbúðinni hjá kærastanum mínum og ég man eiginlega ekkert meira þar til ég vakna rúmum mánuði síðar í spítalarúmi í Svíþjóð. Og þar með byrjar allt.“ Þetta segir Sólrún Alda Waldorff um það sem tók við eftir bruna í Mávahlíð í október á síðasta ári. Sólrún er 23 ára gömul, en henni var bjargað út úr brennandi íbúðinni eftir að mikill eldur kviknaði í íbúðinni. Brennandi pottur féll á gólfið með þeim afleiðingum að logandi olía helltist úr og breiddist um íbúðina. Rætt var við Sólrúnu í kvöldfréttum RÚV. Sólrún var í íbúðinni ásamt kærasta sínum Rahmon Anvarov sem bjó í íbúðinni. Eigandi íbúðarinnar var einnig í íbúðinni en hann komst sjálfur út. Sólrún og Rahmon voru bæði sofandi þegar eldurinn kom upp. „Það var stöðugt verið að reyna að segja mér hvar ég væri, hvað hefði gerst – svo maður rosalega hræddur. Maður skildi þetta bara ekki,“ segir Sólrún í viðtalinu á RÚV. Bæði Sólrún og Rahmon brenndust alvarlega en Sólrúnu var haldið sofandi í þrjár vikur. Ákveðið var að flytja hana á brunadeild sjúkrahússins í Linköping í Svíþjóð. Skömmu eftir komuna til Svíþjóðar féllu lungu hennar saman, en hún hafði verið stöðug í fluginu. Hún var í bráðri lífshættu allan tímann en hún var með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama síns. Bati Sólrúnar er sagður undraverður. Læknar óttuðust að hún væri með heilaskaða eftir brunann og hún væri lömuð á annarri hlið líkamans. Mikill viljastyrkur Sólrúnar kom í ljós og hún hafi verið ákveðinn í því að ná skjótum bata. Hún lýsir því hvernig hún tók fyrstu skrefin eftir brunann og hversu mikill léttir fylgdi því í ítarlegu viðtali á vef RÚV. Fréttin var síðast uppfærð 29. maí.
Slökkvilið Reykjavík Bruni í Mávahlíð Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira